Skip to main content

Bókamarkaðurinn 2022

Bókum pakkað í góðum tilgangi – fjáröflun Soroptimistaklúbbs Austurlands 2022

BM 2022 4Ein af fjáröflunarleiðum Soroptimistaklúbbs Austurlands hefur verið að setja upp og pakka niður „Bókamarkaðnum“ sem Íslendingum er að góðu kunnur til fjölda ára. Félag íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) stendur fyrir markaðnum. Fyrst gerðu systur í klúbbnum þetta þegar markaðurinn kom austur í Egilsstaði en síðan á Akureyri. Hlé varð á um tíma vegna Covid19.

BM 2022 3

Þetta árið kom markaðurinn ekki austur en var settur upp á Akureyri, nánar tiltekið í verslunarrými sem áður hýsti Húsasmiðjuna við Lónsbakka rétt utan Akureyrar. Í kringum tugur systra í Soroptimistaklúbbi Austurlands og nokkrir hjálpsamir makar fóru norður og einhentu sér í það dagana 26. til 28. ágúst að taka upp úr ótal kössum á fjölda bretta og raða á borð og bekki þar sem bókaunnendur gætu svo gengið meðfram úrvalinu og fundið eitthvað lesefni við hæfi hvers og eins. Ekki beið minna verkefni þegar pakkað var niður 11. til 12. september og þó, það hafði þynnst bókamagnið á borðunum, þrátt fyrir að þurft hafi að láta senda meira að sunnan af bókum á meðan á markaðnum stóð. Er það sérlega gleðilegt að skynja þannig áhuga Íslendinga á bókum þrátt fyrir ýmsa umræðu um að bóklestur hafi dregist saman miðað við fyrri tíð.

BM 2022 5Góður andi ríkti í pökkunarstarfinu, mikið hlegið og spjallað á milli þess sem öll einbeitni var á röðun bóka og skipulag í verkefninu, en umsjónarmaður Bókamarkaðarins var Kalli Kr.
 Segja má að auk þess að afla fjár fyrir góð málefni þá hafi þetta sjálfboðaliðastarf eflt systraþel í klúbbnum, styrkt vinabönd og ný orðið til. Tækifærið var notað eftir langar vinnutarnirnar til að borða saman á Akureyri og einnig var farið  í Skógarböðin.

Hreindýrapaté 2022

HP 2022 1HP 2022 2Hreindýrapaté Soroptimistaklúbbs Austurlands er að verða fastur liður í jólahaldi margra, ekki síst systra okkar um allt land. Strax og hreindýraveiðin hefst síðsumars er Ása komin á stúfana, hefur samband við mann og annan og safnar lifrum í frystikistuna sína. Svo þarf að finna umbúðir, prenta og útbúa merkingar, semja um flutning við Flugfélagið og ekki síst, selja vöruna og dreifa henni. Arna Soffía hefur samband við allar systur og heldur utan um þetta. Framleiðslan sjálf fer fram í eldhúsi Kirkjumiðstöðvar Austurlands undir styrkri stjórn Rúnu Dóru. Til aðstoðar eru svo nokkrar vaskar konur til viðbótar. Heyrst hefur að Patéið í ár sé einstaklega vel heppnað enda hefur það selst vel. Síðustu fréttir voru að ekki væru eftir nema 2 dósir.

Jólakúlur og óróar

Salan hefst 7. desember kl. 16:30 í Nettó

soroaust 2019

Bókamarkaðurinn

57133814 10217918059610795 6577997835529093120 oÍ vetur bauðst okkur tækifæri til að afla fjár með því að setja upp og taka niður Bókamarkaðinn, fyrst á Glerártorgi á Akureyri og svo hér á Egilsstöðum.  Er skemmst frá því að segja að þessi vinna gekk vel, mjög margar systur tóku þátt í vinnunni og verkefnasjóðurinn efldist duglega.

Stekkjastaur og Terrella

kula2018Félagar í Soroptimistaklúbbi Austurlands selja kærleikskúlu og jólaóróa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.

Kærleikskúlan 2018 - Terrella er eftir Elínu Hansdóttur - verð á henni er kr. 4900.-

Jólaórói 2018 Stekkjastaur er hannaður af Dögg Guðmundsdóttur -  verð á honum 3.500 kr.

Við verðum að selja hana í Nettó á Egilstöðum og Samkaup á Seyðisfirði frá 6. desember. Einnig á markaði Barra 15. desember frá 1 1:00 – 16:00 og í Hár.is í Fellabæ.

Þúsund krónur af andvirði hvers munar sem hér selst verður varið til að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna á Austurlandi.

Ef þið viljið panta kúlu eða óróa, sendið okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kærleikskúlur og jólaóróar 2017

kula2017Til styrktar fötluðum börnum og ungmennum

Að venju munu félagar í Soroptimistaklúbbi Austurlands  selja kærleikskúlur og jólaóróa frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra nú á aðventunni. Sala þessara muna er árlegt fjáröflunarverkefni  Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og fær Soroptimistaklúbbur Austurlands 1000 krónur  af andvirði hvers hlutar sem selst hér til stuðnings fötluðum börnum og ungmennum á Austurlandi.   

Kúlan í ár er eftir Egil Sæbjörnsson sem var fulltrúi Íslands í Feneyjatvíæringnum  og Jólaóróinn Askasleikir er hannaður af Goddi og Ásta Fanney Sigurðardóttir yrkir um hann kvæði.

Continue reading