Skip to main content

Bókamarkaðurinn 2022

Bókum pakkað í góðum tilgangi – fjáröflun Soroptimistaklúbbs Austurlands 2022

BM 2022 4Ein af fjáröflunarleiðum Soroptimistaklúbbs Austurlands hefur verið að setja upp og pakka niður „Bókamarkaðnum“ sem Íslendingum er að góðu kunnur til fjölda ára. Félag íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) stendur fyrir markaðnum. Fyrst gerðu systur í klúbbnum þetta þegar markaðurinn kom austur í Egilsstaði en síðan á Akureyri. Hlé varð á um tíma vegna Covid19.

BM 2022 3

Þetta árið kom markaðurinn ekki austur en var settur upp á Akureyri, nánar tiltekið í verslunarrými sem áður hýsti Húsasmiðjuna við Lónsbakka rétt utan Akureyrar. Í kringum tugur systra í Soroptimistaklúbbi Austurlands og nokkrir hjálpsamir makar fóru norður og einhentu sér í það dagana 26. til 28. ágúst að taka upp úr ótal kössum á fjölda bretta og raða á borð og bekki þar sem bókaunnendur gætu svo gengið meðfram úrvalinu og fundið eitthvað lesefni við hæfi hvers og eins. Ekki beið minna verkefni þegar pakkað var niður 11. til 12. september og þó, það hafði þynnst bókamagnið á borðunum, þrátt fyrir að þurft hafi að láta senda meira að sunnan af bókum á meðan á markaðnum stóð. Er það sérlega gleðilegt að skynja þannig áhuga Íslendinga á bókum þrátt fyrir ýmsa umræðu um að bóklestur hafi dregist saman miðað við fyrri tíð.

BM 2022 5Góður andi ríkti í pökkunarstarfinu, mikið hlegið og spjallað á milli þess sem öll einbeitni var á röðun bóka og skipulag í verkefninu, en umsjónarmaður Bókamarkaðarins var Kalli Kr.
 Segja má að auk þess að afla fjár fyrir góð málefni þá hafi þetta sjálfboðaliðastarf eflt systraþel í klúbbnum, styrkt vinabönd og ný orðið til. Tækifærið var notað eftir langar vinnutarnirnar til að borða saman á Akureyri og einnig var farið  í Skógarböðin.