Skip to main content

Fyrstu 1000 dagarnir

Fyrstu 1000 dagarnir 500x612Í vor var tekin ákvörðun um að kaupa bækur til að afhenda nýbökuðum mæðrum á starfssvæði klúbbsins. Bókin heitir „Fyrstu 1000 dagarnir“ og er eftir Sæunni Kjartansdóttur.  Bækurnar eru komnar austur og verða afhentar í samráði við starfsfólk í mæðravernd á Heilsugæslustöðvunum.

Fyrstu 1000 dagarnir er aðgengileg handbók fyrir foreldra sem byggir á tengslakenningum, nýjustu rannsóknum í taugavísindum og sálgreiningu. Hér eru gefin góð ráð um hvernig foreldrar geta búið sig undir fæðingu barns og annast það og örvað fyrstu árin með það að leiðarljósi að byggja upp heilbrigðan og ástríkan einstakling.

Sæunn Kjartansdóttir er einn af stofnendum Miðstöðvar foreldra og barna sem sérhæfir sig í tengslaeflandi meðferð foreldra og ungbarna. Hún hefur sinnt sálgreiningu í aldarfjórðung og er höfundur bókarinnar Árin sem enginn man.