Skip to main content

Sundlaugarlyftan

lyfta7Færanleg lyfta fyrir fatlaða við Sundlaug Egilsstaða var keypt og sett upp á starfsárinu. Söfnun fjár með sölu kærleikskúla og jólaóróa hefur staðið yfir í mörg ár og einnig var fé úr verkefnasjóði notað til að klára uppsetninguna. Lyftan og uppsetning hennar kostaði tæpar tvær milljónir króna en einhvern hluta þess kostnaðar mun Fljótsdalshérað taka á sig.   Við höldum svo áfram að selja kúlur og óróa til að skila til baka í verkefnasjóðinn.  Þess má geta að verkefnið fékk góða umfjöllun í fjölmiðlum, bæði sjónvarpi, vefmiðlum og víðar. Nú síðast sendi ég mynd og upplýsingar til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, en þau hafa einmitt lagt áherslu á aðgengismál á sundstöðum á þessu ári og eru að gera könnun þar um.  Hér á eftir fylgir sýnishorn af fjölmiðlaumfjöllun um verkefnið.