Skip to main content

Vinkonur um veröld alla 2022

rusa seyVerkefnið "Vinkonur um veröld alla" hefur verið í gangi síðastliðið ár, þó viðburðir hafi verið færri en til stóð, vegna ytri aðstæðna.

Laugardaginn 28. maí 2022 hittumst við í Seyðisfjarðarkirkju.  Þar voru saman komnar konur frá Íslandi, Úkraínu, Danmörku, Georgíu, Póllandi, Tékklandi, Þýskalandi, ogHollandi. 

Sigga Dís bauð konur velkomnar og síðan tóku við ýmsir listamenn. Áslaug Sigurgestsdóttir kvað rímur.

Rusa Petriashvili frá Georgíu söng lög frá Georgíu og Úkraínu við eigin undirleik.  Einnig spilaði hún Úkraínska þjóðsönginn á kirkjuorgelið.

Síðan var farið í Safnaðarheimilið þar sem bornar voru fram veitingar sem komu úr ýmsum áttum.