Skip to main content
  • Bókamarkaður

  • Gróðursetning á Seyðisfirði

  • Íþróttamiðstöð - afhending gjafar

  • Hvatningarverðlaun

  • Kirkjumiðstöðin

    Gjöf til Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum

    egs afhBekkur í búningsklefa fatlaðra var afhentur Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum þann 1. júní 2022.  Hann var keyptur fyrir ágóða af sölu kærleikskúla og jólaóróa, en fjármunir sem þannig er aflað eru eyrnamerktir fötluðum ungmennum á austurlandi.

    Björn Ingimarsson, Karen Erla Erlingsdóttir og Guðmundur Jóhannsson tóku við gjöfinni fyrir hönd Múlaþings og buðu upp á kaffi og köku.  Á myndinni eru auk Björns, Kristjana formaður og Þorbjörg gjaldkeri.

    Hreinsunardagur í Kirkjumiðstöðinni 30. maí 2022

    kma ukrÁrlegur hreinsunardagur í KMA var vel sóttur bæði af systrum, úkraínskum vinkonum, börnum og einum maka.  Útivinnan gekk sérstaklega vel, enda margar hendur að verki og innandyra voru herbergin þrifin og gerð klár fyrir sumarbúðirnar.

    Í lok dags borðuðu svo allir dásemdar mat í boði KMA, eldaðan af okkar eigin Rúnu Dóru.

     

    Vinkonur um veröld alla 2022

    rusa seyVerkefnið "Vinkonur um veröld alla" hefur verið í gangi síðastliðið ár, þó viðburðir hafi verið færri en til stóð, vegna ytri aðstæðna.

    Laugardaginn 28. maí 2022 hittumst við í Seyðisfjarðarkirkju.  Þar voru saman komnar konur frá Íslandi, Úkraínu, Danmörku, Georgíu, Póllandi, Tékklandi, Þýskalandi, ogHollandi. 

    Sigga Dís bauð konur velkomnar og síðan tóku við ýmsir listamenn. Áslaug Sigurgestsdóttir kvað rímur.

    Rusa Petriashvili frá Georgíu söng lög frá Georgíu og Úkraínu við eigin undirleik.  Einnig spilaði hún Úkraínska þjóðsönginn á kirkjuorgelið.

    Síðan var farið í Safnaðarheimilið þar sem bornar voru fram veitingar sem komu úr ýmsum áttum.

     

    Hvatningarverðlaun í maí 2022

    hva 0522Karen Helga Ómarsdóttir hlaut hvatningarverðlaun Soroptimistaklúbbs Austurlands við útskrift úr ME 20. maí 2022.

    Verðlaunin eru veitt fyrir góðan árangur sem náðst hefur þrátt fyrir erfiðar aðstæður.