Skip to main content
  • Bókamarkaður

  • Gróðursetning á Seyðisfirði

  • Íþróttamiðstöð - afhending gjafar

  • Hvatningarverðlaun

  • Kirkjumiðstöðin

    Öskupokar á Minjasafninu

    pokardotiðpokapúkiKlúbburinn hefur undanfarin ár, í samstarfi við Minjasafn Austurlands, staðið fyrir öskupokasmiðju. Í ár var hún haldin á bolludaginn 20. febrúar og mættu þangað 20 börn og 6 fullorðnir.

    Þú og þinn styrkur v/2022

    NámskeiðNámskeiðið "Þú og þinn styrkur" var haldið 28. janúar 2023 í Hlymsdölum.  Þátttakendur voru rúmlega 20 stúlkur fæddar árið 2010 úr 4 grunnskólum í Múlaþingi. Leiðbeinendur voru sem fyrr Jónína Kristjánsdóttir, María Kristmundsdóttir og Eygló Daníelsdóttir. 

     

    Efni námskeiðsins og uppsetning var með sama sniði og 2021 og má lesa nánari lýsingu á innihaldi og framkvæmd í grein Eyglóar Daníelsdóttur frá námskeiðinu 2021

     

    kellur

     Hádegisverður og miðdegishressing voru í boði okkar systra og fengum við sendar ljúffengar veitingar frá Bókakaffi.

    Hvatningarverðlaun í des 2022

    Hvatning des 22Ragnheiður Þorsteinsdóttir hlaut hvatningarverðlaun Soroptimistaklúbbs Austurlands við útskrift úr ME í desember 2022.

    Verðlaunin eru veitt fyrir góðan árangur sem náðst hefur þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

    Aðalfundur 11. janúar 2023

    stjorn110123Aðalfundur klúbbsins var haldinn í Hlymsdölum 11.jan 2023.  Ný stjórn tók til starfa og einnig fulltrúar og verkefnastjórar.  Eins og sjá má er þetta föngulegur hópur tilbúinn til góðra verka.