Á Íslandi eru starfandi 19 Soroptimistaklúbbar.  Þeir eru allir í Soroptimistasambandi Íslands (SÍ) sem er í daglegu tali nefnt Landssambandið. SÍ er hluti af Evrópusambandi Soroptimista sem tilheyrir Alþjóðasambandi Soroptimista.

Félagar eru konur úr hinum ýmsu starfsstéttum og er heildarfjöldi þeirra á Íslandi nálægt 600.

Akranes

Akranes og nærsveitir

Akureyri

Austurland

Fljótsdalshérað, Seyðisfjörður og Borgarfjörður eystri

Soroptimistaklúbbur Austurlands var stofnaður í september 2003.  Fundað er fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði, oftast í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum.  Haustið 2018 eru 33 konur í klúbbnum. Formaður er Þorbjörg Garðarsdóttir.

Árbær

Bakkar og Sel

Soroptimistaklúbbur Bakka og Selja var stofnaður 18. október 1980. Klúbburinn fundar annan miðvikudag í mánuði, að jafnaði í Kirkjumiðstöð Seljasóknar. Haustið 2018 eru 46 konur í klúbbnum og núverandi formaður er Jóhanna Friðriksdóttir.

Grafarvogur

Hafnarfjörður og Garðabær

Hólar og Fell

Húsavík og nágrenni

Keflavík

Kópavogur

Kópavogsklúbbur var stofnaður 4. júní 1975. Fyrsti formaður var Þorbjörg Kristinsdóttir.  Heiðursfélagar eru 4, Þorbjörg Kristinsdóttir, Hildur Hálfdanardóttir, Sigurborg Einarsdóttir og Margrét Árnadóttir.

Í dag eru í klúbbnum 47 konur og eru fundir haldnir annan mánudag í mánuði.

Mosfellssveit

Reykjavík

Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur er elstur Soroptimistaklúbba á Íslandi, stofnaður 19. september 1959.
Haustið 2018 eru í klúbbnum 42 konur. Fundir eru haldnir fyrsta mánudag hvers mánaðar, að jafnaði á veitingastaðnum Nauthól, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík.
Núverandi formaður er Anna Þórðardóttir.

Seltjarnarnes

Soroptimistaklúbbur Seltjarnarness var stofnaður árið 1977. Í byrjun árs 2019 eru klúbbsystur 37 talsins. Formaður er Björk Hreinsdóttir. Heiðursfélagi er Ingibjörg Bergsveinsdóttir. Að jafnaði er fundað annan mánudag hvers mánaðar.

Skagafjörður

Snæfellsnes

Stofnaður í Nóvember 1991

Suðurland

Soroptimistaklúbbur Suðurlands var stofnaður í október 2009. Fundað er þriðja mánudag í mánuði. Formaður er Katrín Ósk Þorgeirsdóttir

Tröllaskagi

Dalvík, Ólafsfjörður, Siglufjörður

Við Húnaflóa

Soroptimistaklúbburinn við Húnaflóa var stofnaður 5. nóvember 2011 að Reykjum í Hrútafirði. Starfsvæði klúbbsins er við Húnaflóa eða Húnavatnssýslur og Bæjarhreppur hinn forni. Formaður klúbbsins er Helga Hreiðarsdóttir. Fjöldi klúbbsystra eru 23 í lok árs 2018.