Skip to main content
  • Sá litli á Breiðinni

  • Stjórn 2018-2019

  • Fjör á fundi

  • Langisandur

    Sjálfseflandi vinnusmiðja fyrir konur á Akranesi

    Mynd sjalfseflingarfrettNíunda janúar síðastliðinn (2017) hélt Soroptimistaklúbbur Akraness sjálfseflandi vinnusmiðju, þar sem Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi með meiru, ýtti við okkur, skemmti og hvatti til dáða. Áherslan var meðal annar á jákvæða sálfræði, mikilvægi þess að nýta styrkleika okkar og leggja rækt við það sem gerir okkur lífið léttara.
    Þessi vinnusmiðja var skilgreind sem eitt af verkefnum klúbbsins í samræmi við Markmið 1 í þríhyrningaskipulaginu þetta starfsárið, og fellur jafnframt undir markmið 4; útbreiðslu og þróun. Tilgangurinn var að kynna jákvæðar leiðir til styrkja okkur klúbbsystur og konur í nærsamfélaginu um leið. Því mátti hver kona bjóða með sér einum kvenngesti, sér að kostnaðarlausu og þátt tóku 56 konur. Almenn ánægja var með þetta framtak og vilji til að endurtaka þetta við tækifæri.