Skip to main content
  • Sá litli á Breiðinni

  • Stjórn 2018-2019

  • Fjör á fundi

  • Langisandur

    Nýliðun

    Mynd 3 nylidafrett 800x600 640x480

    Nýjar systur frá vinstri: Bjarnheiður Hallsdóttir; Adda Maríusdóttir;Jóhanna H. Hallsdóttir; Anna G. Torfadóttir og Jónella Sigurjónsdóttir.

    Eitt af verðugum verkefnum hvers klúbbs er að laða til sín nýja félaga til að efla starfið. Það höfðu ekki verið teknar inn nýjar systur hér í Akranesklúbbinn frá því að ég sjálf kom inn haustið 2014, þannig að nú var að duga eða standa sig. Í klúbbnum eru dugnaðarforkar og þar á meðal nokkrar sem eru ofurkonur þegar kemur að því að vinna að útbreiðslu. Í byrjun þessa árs var kominn myndarlegur listi yfir hugsanlega félaga og á framhaldsaðalfundinum í mars voru nöfn 22 kvenna kynnt fyrir klúbbmeðlimum.

    Ákveðið var að í kjölfar hefðbundins umþóttunarferlis, yrði þeim sem vildu þekkjast það, boðið á sérstakan kynningarfund með stjórn og þeim sem mæltu með þeim inn í klúbbinn. Var þetta gert í stað þess sem oftar er viðhaft; þ.e. að bjóða þeim að koma á hefðbundinn fund. 10 konur þáðu að koma á þessa kynningu eða fengu einkakynningu og af þeim ákváðu 6 konur að ganga í klúbbinn.

    Sjálf inntakan fór fram á fundi 14. nóvember,  sem jafnframt var fyrsti fundur sem undirrituð stjórnaði sem nýkjörinn formaður. Ein af þessum sex komst ekki þann dag og mun verða tekin í okkar raðir á jólafundinum. Er það mat okkar að þessi tilhögun á inntöku nýrra systra hafi lánast sérlega vel og við bjóðum þær innilega velkomnar.

    Sigríður Kr. Gísladóttir formaður Akranesklúbbs