Skip to main content
Alzheimerkaffi

Janúar 2024

adalfundurfraafarandi fulltruar i stjorn

 

 

 

 

 

 

Aðalfundur var haldinn þann 15. janúar. Fráfarandi stjórn skilaði sínum skýrslum sem allar báru góðu starfsári vitni. Síðan tók ný stjórn við stjórnartaumum undir forystu Kristjönu G. Jónsdóttir. Valborgu Huld Elíasdóttur var þakkað fyrir hennar góða formannstíma.

Solveig Ego

Egóerindi flutti Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir sem er margreyndur félagsráðgjafi og veitti okkur innsýn inn í sitt lífshlaup. Afar áhugavert erindi. 

 

Þar með hefst nýtt starfsár undir forystu nýs formanns. 

nyr formadur

Desember 2023

des23.1
 
Jólafundur Soroptimistaklúbbs Árbæjar var haldinn 11. desember í Kríunesi (Hótel Kríunes) sem er í útjaðri Reykjavíkur. Fallegur staður í alla staði sem vert er að heimsækja.
Þar sem jólin eru á næsta leiti þá sagði Hildur Jónsdóttir frá því hvernig jólalagið Jólin alls staðar varð til þar sem foreldrar hennar eru höfundar lags og texta. Falleg, lifandi og dásamleg frásögn.
Embla Backmann rithöfundur var með bókakynningu og las upp úr bókinni sinni Stelpur stranglega bannaðar! Þetta er fyrsta skáldsaga höfundar og hlaut hún tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka. Spennandi, fyndin og skemmtilega saga um Þórdísi og hennar uppátæki.
Við lok fundar frumflutti Guðrún Helga Bjarnadóttir jólaljóð eftir eiginmann sinn. Fallegt og hugljúft ljóð sem skyldi hlustandann eftir með tilhlökkun til jólanna.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól.
 
des23

Nóvember 2023

nov233Sameiginlegur fundur Árbæjarklúbbs og Bakka og Selja klúbbs var haldinn mánudaginn 13. nóvember í Krikjumiðstöð Seljasóknar. Áttum við ljúfa, góða og skemmtilega samveru.
Þema kvöldsins var appelsínugult vegna átaksins „Þekktu rauðu ljósin“. Það var gaman að sjá hvað margar sáu sér fært að mæta með appelsínugult eða í appelsínugulu.
Í heimsókn kom Alma Dóra Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri og meðstofnandi HEIMA. Hún kynnti fyrir okkur appið HEIMA. Þetta er smáforrit til að hjálpa fjölskyldum að skipta með sér heimilisverkunum á einfaldan, skemmtilegan og jafnréttiseflandi máta.
 
nov23

Október 2023

 

okt23Októberfundurinn okkar var vinnustaðafundur og varð Vinnumálastofnun fyrir valinu. Sú stofnun hefur nýlega flutt inn í nýuppgert húnsnæði á Grensásvegi. Eiríka, ein systir í Árbæjarsklúbbi, starfar þar á stjórnunarsviði og sagði okkur frá starfssemi Vinnumálastofnunar með áhugaverðum fyrirlestri en hægt er að nálgast frekari upplýsingar á https://vinnumalastofnun.is. Hún fór svo með okkur um húsið og sýndi okkur starfsumhverfið. okt233

September 2023

sept23
 
Árbæjarklúbbur hóf vetrarstarfið í gær. Að venju var dagskráin fjölbreytt en hæst bar að sjálfsögðu inntaka nýrrar systur. Valborg formaður kynnti og bauð Hrafnhildi Björk Baldursdóttur velkomna í klúbbinn. Þær hafa þekkst lengi og við hinar hlökkum að kynnast Hrafnhildi og starfa með henni 🥰
Gestur kvöldsins var Hrefna Guðmundsdóttir sem ræddi við okkur um hamingjuna. Klúbburinn var hamingjumældur og kom afar vel út, meðaltalið yfir 8 á 10 skalanum 🤩 Svo minnti hún okkur á mikilvægi félagslegra tengsla en um leið verðum við líka að muna eftir að hlúa vel að okkur sjálfum ❤️ Hrefna heldur úti síðunni hamingjuvisir.com þar sem margan fróðleik er að finna.
Þetta var frábær byrjun á vetrarstarfinu. Næst verður vinnustaðafundur og svo er verið að plana fund með öðrum klúbbi síðar á önninni. Alls konar spennandi framundan 👏🥳
sept233