Skip to main content
  • Bókamarkaður

  • Gróðursetning á Seyðisfirði

  • Íþróttamiðstöð - afhending gjafar

  • Hvatningarverðlaun

  • Kirkjumiðstöðin

    CAT kassar afhentir

    catEitt af verkefnum okkar er að styðja grunn- og leikskóla með ýmsum hætti. 

    Fyrir nokkrum árum gáfum við Egilsstaðaskóla og Grunnskóla Seyðisfjarðar svokallaða CAT kassa, en þeir eru verkfæri sem auðvelda samskipti við börn.

    Nýverið pöntuðum við 3 nýja kassa og afhentum þá í Brúarásskóla, Fellaskóla og Leikskólann Tjarnarskóg á Egilsstöðum. 

    Tvær af systrum okkar starfa í Brúarásskóla og tóku við kassanum þangað á síðasta fundi.

    Á myndinni má sjá Kristínu Högnadóttur, Guðnýju Ríkharðsdóttur, Þorbjörgu Gunnarsdóttur og Þorbjörgu Garðarsdóttur með einn "kassann".

    Tvær nýjar systur

    fundur nýjarÁ klúbbfundi 1. mars sl. voru tvær nýjar systur teknar inn í klúbbinn okkar. 

    Þær heita Guðný Sigrún Baldursdóttir leikskólaliði, búsett í Fellabæ og Kristín Högnadóttir kynjafræðingur, búsett á Egilsstöðum.

    Það er alltaf ánægjulegt að fá nýjar konur í klúbbinn og bjóðum við þær stöllur hjartanlega velkomnar.

    Með þeim á myndinni er formaðurinn okkar, Kristjana Björnsdóttir.

    Öskupokar á Minjasafninu

    pokardotiðpokapúkiKlúbburinn hefur undanfarin ár, í samstarfi við Minjasafn Austurlands, staðið fyrir öskupokasmiðju. Í ár var hún haldin á bolludaginn 20. febrúar og mættu þangað 20 börn og 6 fullorðnir.

    Þú og þinn styrkur v/2022

    NámskeiðNámskeiðið "Þú og þinn styrkur" var haldið 28. janúar 2023 í Hlymsdölum.  Þátttakendur voru rúmlega 20 stúlkur fæddar árið 2010 úr 4 grunnskólum í Múlaþingi. Leiðbeinendur voru sem fyrr Jónína Kristjánsdóttir, María Kristmundsdóttir og Eygló Daníelsdóttir. 

     

    Efni námskeiðsins og uppsetning var með sama sniði og 2021 og má lesa nánari lýsingu á innihaldi og framkvæmd í grein Eyglóar Daníelsdóttur frá námskeiðinu 2021

     

    kellur

     Hádegisverður og miðdegishressing voru í boði okkar systra og fengum við sendar ljúffengar veitingar frá Bókakaffi.