Þegar kona gerist Soroptimisti þá er hún að segja að hún muni tileinka sér og starfa í samræmi við markmið Soroptimista sem eru:

Soroptimistar hvetja til aðgerða og skapa tækifæri til að breyta lífi kvenna og stúlkna með fjölþjóðlegu samstarfi og alþjóðlegu félaganeti.  Soroptimistar hvetja til jafnræðis og jafnréttis; skapa öruggt og heilsusamlegt umhverfi; auka aðgengi að menntun; efla leiðtogahæfni og hagnýta þekkingu til sjálfbærrar framtíðar. 

Til þess að geta unnið að þessum markmiðum hvort heldur er á vegum Evrópusambands, Landssambands eða innan klúbbs, þá þarf að skipuleggja vinnuna.  Ekkert gerist af sjálfu sér.

Það hefur margsýnt sig að með því að vera virkur félagi þá fær viðkomandi miklu meira út úr klúbbstarfinu.  Ykkur gefst nú kostur á að velja hvaða hlutverki þið viljið gegna innan samtakanna.  Hver kona á að merkja við a.m.k. 2 reiti í listanum hér fyrir neðan.  Ef ykkur finnst eitthvað vanta á listann, þá eru auðar línur neðst þar sem hægt er að skrá það hlutverk sem þið viljið gegna og er ekki á listanum.