Skip to main content

Kærleikskúlur og jólaóróar 2017

kula2017Til styrktar fötluðum börnum og ungmennum

Að venju munu félagar í Soroptimistaklúbbi Austurlands  selja kærleikskúlur og jólaóróa frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra nú á aðventunni. Sala þessara muna er árlegt fjáröflunarverkefni  Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og fær Soroptimistaklúbbur Austurlands 1000 krónur  af andvirði hvers hlutar sem selst hér til stuðnings fötluðum börnum og ungmennum á Austurlandi.   

Kúlan í ár er eftir Egil Sæbjörnsson sem var fulltrúi Íslands í Feneyjatvíæringnum  og Jólaóróinn Askasleikir er hannaður af Goddi og Ásta Fanney Sigurðardóttir yrkir um hann kvæði.

Soroptimistaklúbbur Austurlands kemur nú að þessu verkefni í  12. sinn og hafa Austfirðingar verið tryggir kaupendur. Ágóðinn er sem fyrr segir notaður í þágu fatlaðra barna og ungmenna á heimaslóðum  og  hefur hann t.d. verið notaður  til tækjakaupa fyrir sjúkraþjálfun og  til kaupa á ýmiskonar hjálpartækjum fyrir einstaklinga. Einnig hefur sjóðurinn  styrkt einstakling til þátttöku á vetrarólympíuleikum fatlaðra. 

Síðastliðin ár hefur ágóðinn runnið til kaupa á lyftu fyrir hreyfihamlaða í sundlaugina á Egilsstöðum.  Lyftan er komin upp og nú safnar klúbburinn fyrir kostnaði vegna uppsetningar hennar.

Selt verður í Nettó á Egilsstöðum dagana 6. - 10. desember, í markaðinum í Barra 16.desember, í versluninni Klassík á Egilsstöðum, í Hár.is í Fellabæ og í  Kjörbúðinni á Seyðisfirði.

Allar nánari upplýsingar/pantanir fást á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Soroptimistaklúbbur Austurlands