Skip to main content

Bókamarkaðurinn

57133814 10217918059610795 6577997835529093120 oÍ vetur bauðst okkur tækifæri til að afla fjár með því að setja upp og taka niður Bókamarkaðinn, fyrst á Glerártorgi á Akureyri og svo hér á Egilsstöðum.  Er skemmst frá því að segja að þessi vinna gekk vel, mjög margar systur tóku þátt í vinnunni og verkefnasjóðurinn efldist duglega.

Stekkjastaur og Terrella

kula2018Félagar í Soroptimistaklúbbi Austurlands selja kærleikskúlu og jólaóróa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.

Kærleikskúlan 2018 - Terrella er eftir Elínu Hansdóttur - verð á henni er kr. 4900.-

Jólaórói 2018 Stekkjastaur er hannaður af Dögg Guðmundsdóttur -  verð á honum 3.500 kr.

Við verðum að selja hana í Nettó á Egilstöðum og Samkaup á Seyðisfirði frá 6. desember. Einnig á markaði Barra 15. desember frá 1 1:00 – 16:00 og í Hár.is í Fellabæ.

Þúsund krónur af andvirði hvers munar sem hér selst verður varið til að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna á Austurlandi.

Ef þið viljið panta kúlu eða óróa, sendið okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kærleikskúlur og jólaóróar 2017

kula2017Til styrktar fötluðum börnum og ungmennum

Að venju munu félagar í Soroptimistaklúbbi Austurlands  selja kærleikskúlur og jólaóróa frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra nú á aðventunni. Sala þessara muna er árlegt fjáröflunarverkefni  Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og fær Soroptimistaklúbbur Austurlands 1000 krónur  af andvirði hvers hlutar sem selst hér til stuðnings fötluðum börnum og ungmennum á Austurlandi.   

Kúlan í ár er eftir Egil Sæbjörnsson sem var fulltrúi Íslands í Feneyjatvíæringnum  og Jólaóróinn Askasleikir er hannaður af Goddi og Ásta Fanney Sigurðardóttir yrkir um hann kvæði.

Continue reading

Skógarplöntuflokkun

barraverkefniFjáröflunarverkefnið okkar, að flokka skógarplöntur hjá Gróðrarstöðinni Barra, hefur nú staðið í 10 daga og við erum ekki hættar.  Alls hafa 21 af rúmlega 30 klúbbsystrum komið og tekið þátt í verkefninu.  Við byrjuðum fimmtudaginn 4. júní erum enn að.

Könglaklenging

konglarVið tókum að okkur verkefni fyrir Gróðrarstöðina Barra ehf í Fellabæ sem felst í því að ná fræjum úr lindifurukönglum. Könglunum er safnað á Hallormsstað og fræið verður notað til að rækta upp af þeim tré til gróðursetningar vítt og breitt um landið.