Skip to main content

Nýr vinaklúbbur

Eftir um tveggja ára ferli höfum við eignast nýjan vinaklúbb á Írlandi, SI Drogheda. Haustið 2021 settum við okkur það markmið að eignast nýjan vinaklúbb fyrir sumarið, það gekk ekki alveg eftir en er nú í höfn og annar vinaklúbbur í sjónmáli.

Continue reading

Tvær nýjar systur á aprílfundi

Á aprílfundinum okkar bættust tvær nýjar systur í hópinn, þær Hildur Þórisdóttir sem býr á Seyðisfirði og Einfríður Árnadóttir sem býr á Borgarfirði eystra.

Velkomnar í hópinn !

Tvær nýjar systur

Á klúbbfundi 1. mars sl. voru tvær nýjar systur teknar inn í klúbbinn okkar. 

Þær heita Guðný Sigrún Baldursdóttir leikskólaliði, búsett í Fellabæ og Kristín Högnadóttir kynjafræðingur, búsett á Egilsstöðum.

Það er alltaf ánægjulegt að fá nýjar konur í klúbbinn og bjóðum við þær stöllur hjartanlega velkomnar.

Með þeim á myndinni er formaðurinn okkar, Kristjana Björnsdóttir.

Aðalfundur 11. janúar 2023

Aðalfundur klúbbsins var haldinn í Hlymsdölum 11.jan 2023.  Ný stjórn tók til starfa og einnig fulltrúar og verkefnastjórar.  Eins og sjá má er þetta föngulegur hópur tilbúinn til góðra verka.

Desemberfundur - ný systir

unnur birnaÁ jólafundinum okkar í byrjun desember bættist ein ný systir í hópinn.  Hún heitir Unnur Birna Karlsdóttir. Með henni er formaðurinn okkar, Kristjana Björnsdóttir.

 

Tvær nýjar systur !

nyjar systurTvær nýjar systur voru teknar með formlegum hætti inn í klúbbinn á nóvemberfundinum.  Erla Björk Jónsdóttir og Sólveig Anna Jóhannsdóttir. Erla er 43 ára prestur, fædd og uppalin í Garðabæ og býr nú á Reyðarfirði. Sólveig Anna er fædd og uppalin í Hrísey. Sólveig býr í Fellabæ og vinnur sem leikskólaliði.

Frá vinstri: Erla Björk, Sólveig Anna og Kristjana Björnsdóttir formaður.