Jóhanna flogin suður

johannahOkkar ágæta systir Jóhanna G. Hafliðadóttir er flutt til Reykjavíkur.  Jóhanna hefur verið forstöðumaður Bókasafns Héraðsbúa um árabil og ötul í félagsstarfi ýmis konar. 

Hún tók virkan þátt í starfi okkar Soroptimista og komum við til með að sakna hennar mjög.

 

 

Júní fundur 2021

juni fundurSíðasti fundur klúbbsins fyrir sumarfrí var haldinn í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum þann 2. júní sl. Loksins eftir erfiðan vetur og marga tölvufundi, gátu klúbbsystur hist, fundað og borðað saman. Það var afskaplega ljúf stund og notalegt að hittast og spjalla. Eftir stuttan fund var mökum og öðrum gestum sem komu með systrum boðið í salinn og síðan var borðað en matur var pantaður frá Austur-Asíu fyrirtækinu sem starfrækt er í flugteríunni á Egilsstöðum. Afskaplega góður matur og nóg fyrir alla og vel það.

Eftir matinn steig Yvette á stokk og sagði okkur skemmtisögur af því hvernig ýmislegt getur misskilist þegar fólk flytur á milli landa og er ekki alveg búið að ná tökum á nýju tungumáli. Þá tók Jón Arngrímsson fram gítarinn og spilaði. Arna sat við tölvuna og varpaði söngtextum upp á tjald, saman gátu þannig allir sungið. Kaffi og konfekt rann ljúflega niður með söngnum sem stóð fram eftir kvöldinu.

Janúarfundur á Zoom

20211013 1000Janúarfundurinn okkar var haldinn á Zoom, mæting var þokkaleg og fundurinn málefnalegur.  En mikið verður gaman þegar við getum farið að hittast í alvörunni !

Roðagyllum .....

safnahusÍ dag hófst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.  Til að vekja athygli á átakinu höfum við hengt upp veggspjöld á fjölda vinnustaða, roðagyllt kirkjur á starfssvæði okkar og Sveitarfélagið Múlaþing leggur okkur lið með því að roðagylla eina stofnun í hverjum þéttbýliskjarna hins nýja sveitarfélags, Egilsstöðum, Djúpavogi Seyðisfirði og Borgarfirði eystra.

Við Safnahúsið á  Egilsstöðum voru ljósin kveikt kl. 16:00 í dag að viðstöddum nokkrum systrum og blaðamanni Austurféttar, en á vefnum https://www.austurfrett.is verður birt umfjöllun um átakið.

 

Aðalfundur í kófinu

stjorn2020Aðalfundurinn var haldinn í Hlymsdölum þann 7. október sl.  Planið var að hafa val um hvort konur mættu á staðinn, svo lengi sem þær yrðu ekki fleiri en 20,  eða væru á Zoom.  Því miður voru einhverjir hnökrar á internetsambandinu, þannig að þær sem ætluðu að vera í fjarfundi misstu að mestu af fundinum.  Þrátt fyrir það var hann löglegur og við náðum að klára öll lögbundin aðalfundarstörf og stjórnarskipti.  Við tökum meira að segja inn nýja systur, Guðný Önnu Ríkharðsdóttur.

Nýja stjórnin stillti sér upp til myndatöku með 2 metra regluna í huga.

Hreinsunardagur í KMA

kma 2020 2kma 2020 3Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum er okkar fasti fundarstaður og nýtist okkur vel, þó stundum þurfum við að finna okkur annan fundastað ef færð og veður eru erfið.  Á hverju ári förum við svo og þrífum og snyrtum innan dyra og utan til endurgjalds fyrir afnotin.

Þriðjudagurinn 2. maí var tiltektardagur að þessu sinni.  Á staðinn mættu 13 systur, 1 maki og 3 börn.

Svefnálman var þrifin og beð og stétt hreinsað utan dyra.  Einnig var kurlað mikið af greinum og viði sem lá á lóðinni eftir grisjun í vetur.  Kurlið var sett í beð eða geymt til að nota síðar.