Skip to main content

Jóhanna Sigmars heiðurfélagi

johisigmÁ fundi Soroptimistaklúbbs Austurlands þann 03. apríl s.l. var Jóhanna I. Sigmarsdóttir gerð að heiðursfélaga klúbbsins. Jóhanna var aðalhvatamaður að stofnun klúbbsins á sínum tíma en hann var formlega stofnaður 6. september 2003.  Undirbúningur var búinn að eiga sér stað í langan tíma undir stjórn Jóhönnu og samkvæmt fundargerðum höfðu verið haldnir 14 fundir fyrir sjálfan stofnfundinn.

 

 sjoh ra thoJóhanna var fyrsti formaðurinn og hefur síðan gegnt ótal störfum fyrir klúbbinn bæði í stjórn og öðrum embættum, einnig hefur hún setið í stjórn Soroptimistasambands Íslands. Með þessu vill Soroptimistaklúbbur Austurlands sýna henni smá þakklætisvott fyrir hennar góða starf fyrir klúbbinn.

 

Með Jóhönnu á myndinni eru Þorbjörg Garðarsdóttir formaður og Rannveig Árnadóttir.