Skip to main content

Júní fundur 2021

juni fundurSíðasti fundur klúbbsins fyrir sumarfrí var haldinn í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum þann 2. júní sl. Loksins eftir erfiðan vetur og marga tölvufundi, gátu klúbbsystur hist, fundað og borðað saman. Það var afskaplega ljúf stund og notalegt að hittast og spjalla. Eftir stuttan fund var mökum og öðrum gestum sem komu með systrum boðið í salinn og síðan var borðað en matur var pantaður frá Austur-Asíu fyrirtækinu sem starfrækt er í flugteríunni á Egilsstöðum. Afskaplega góður matur og nóg fyrir alla og vel það.

Eftir matinn steig Yvette á stokk og sagði okkur skemmtisögur af því hvernig ýmislegt getur misskilist þegar fólk flytur á milli landa og er ekki alveg búið að ná tökum á nýju tungumáli. Þá tók Jón Arngrímsson fram gítarinn og spilaði. Arna sat við tölvuna og varpaði söngtextum upp á tjald, saman gátu þannig allir sungið. Kaffi og konfekt rann ljúflega niður með söngnum sem stóð fram eftir kvöldinu.