Skip to main content

Haustfundur á Borgarfirði

ola toffariBorgarfjarðarkonur tóku vel á móti okkur á septemberfundinum. Sveitarstjórinn sýndi okkur þjónustuhús í smíðum, við fengum ljúffengan forrétt framreiddan við Hafnahólma og indælis mat á fundarstaðnum í  Fjarðarborg. Þar hlustuðum við á áhugavert erindi hjá Öldu Marín Kristinsdóttur um verkefni Brothættra byggða.  Við Héraðs- og Seyðisfjarðarkonur fengum að prófa nýklæddan veginn um Njarðvíkurskriður og eggjagrjótið í Vatnsskarðinu. Begga sýndi hæfni sína í að skipta um dekk í myrkri en Óla brunaði þetta fram og tilbaka á mótorhjólinu.

Á fundinum var lagt fram verkefnaplan fyrir veturinn.

Vorfundur á Seyðisfirði

juni2019Miðvikudaginn 29. maí síðastliðinn hittust systur á Kaffi Láru á Seyðisfirði á síðasta fundi vetrarins. Systur gæddu sér ýmist á rauðrófuborgara eða venjulegum hamborgara og fengu súkkulaðiköku í eftirrétt. Á fundinum sagði Rannveig Þórhallsdóttir frá rannsóknum sem hún hefur unnið að á fjallkonunni sem fannst við Vestdalsvatn á Vestdalsheiði árið 2004 og var það mjög áhugavert.

Hér má lesa MA ritgerð Rannveigar

Fundur haldinn á Reyðarfirði

Miðvrf fundurikudaginn 8. maí sl. héldum við fundinn okkar á Reyðarfirði og buðum konum í Fjarðabyggð að sitja hann með okkur.  Stefnt er að stofnun nýs klúbbs í Fjarðabyggð og var þetta liður í kynningarstarfinu.

Okkur til mikillar ánægju mættu milli  15 og 20 konur, undirtektir voru góðar og áhuginn virtist mikill. 

Við höldum þessu starfi áfram og vonandi líður ekki á löngu þar til klúbburinn verður formlega stofnaður.

Jóhanna Sigmars heiðurfélagi

johisigmÁ fundi Soroptimistaklúbbs Austurlands þann 03. apríl s.l. var Jóhanna I. Sigmarsdóttir gerð að heiðursfélaga klúbbsins. Jóhanna var aðalhvatamaður að stofnun klúbbsins á sínum tíma en hann var formlega stofnaður 6. september 2003.  Undirbúningur var búinn að eiga sér stað í langan tíma undir stjórn Jóhönnu og samkvæmt fundargerðum höfðu verið haldnir 14 fundir fyrir sjálfan stofnfundinn.

 

 sjoh ra thoJóhanna var fyrsti formaðurinn og hefur síðan gegnt ótal störfum fyrir klúbbinn bæði í stjórn og öðrum embættum, einnig hefur hún setið í stjórn Soroptimistasambands Íslands. Með þessu vill Soroptimistaklúbbur Austurlands sýna henni smá þakklætisvott fyrir hennar góða starf fyrir klúbbinn.

 

Með Jóhönnu á myndinni eru Þorbjörg Garðarsdóttir formaður og Rannveig Árnadóttir.

Gengið gegn kynbundnu ofbeldi

orange1Í gær, 25. nóvember 2018, efndum við í Soroptimistaklúbbi Austurlands til göngu gegn kynbundnu ofbeldi.  Gangan fór fram á Seyðisfirði og var gengið frá Bláu kirkjunni, (sem er lýst með appelsínugulum ljósum þessa 10 daga) og að Skaftfelli þar sem okkar beið kaka og heitir drykkir í boði Skaftfells og Fellabakarís.

Við höfðum einnig verið í Bónus og Nettó á laugardaginn, gefið fólki mandarínur og afhent dreifibréf.

Við söfnuðumst saman við kirkjuna, blésum upp blöðrur og kveiktum á kyndlum.  Þorbjörg formaður flutti ávarp sem lesa má hér og síðan lagði hópurinn af stað.  Okkur taldist til að nálægt 50 manns hefði tekið þátt í göngunni.

Veðrið var fallegt en frekar kalt svo gott var að fá heitt kakó eða kaffi þegar í hús var komið.

Á leiðinni til baka yfir Fjarðarheiðina skartaði Snæfellið svo appelsínugulu himinsjali - tók undir með málstaðnum, viljum við meina.

Hér má sjá fleiri myndir.

Kvennathvarfið - styrkur til byggingar húsnæðis

kvennaathvarfFöstudaginn 2. nóvember 2018 heimsóttu 3 systur úr Austurlandsklúbbi Kvennaathvarfið í Reykjavík og afhentu þeim styrk að upphæð 450.000 kr.  Stærsti hluti upphæðarinnar safnaðist á haustfundinum á Laugarbakka fyrstu helgina í október.

Vinningarnir voru allir gefnir af fyrirtækjum og einstaklingum á Austurlandi og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.