Soroptimistaklúbbur Austurlands
Austurlandsklúbbur var stofnaður 6. september 2003. Fyrsti formaður var sr. Jóhanna Sigmarsdóttir.
Haustið 2023 eru í klúbbnum 31 kona sem búsettar eru á Borgarfirði eystra, Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði og telja þær ekki eftir sér að fara yfir erfiða fjallvegi til að mæta á fundi.
Einnig er ein búsett á Hornafirði og önnur á Dalvík. Þær sitja fundina oftast í fjarfundi.
Fundir eru haldnir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar, að jafnaði í Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum. Septemberfundur er á Borgarfirði eystra en maífundur á Seyðisfirði.
Núverandi formaður er Kristjana Björnsdóttir