Skip to main content

Þú og þinn styrkur 2024

Námskeiðið "Þú og þinn styrkur" var haldið 20. janúar 2024 í Hlymsdölum.  Þátttakendur voru 15 stúlkur fæddar árið 2011 úr grunnskólum í Múlaþingi. Leiðbeinendur voru sem fyrr Jónína Kristjánsdóttir, María Kristmundsdóttir og Eygló Daníelsdóttir.  Hádegisverður og miðdegishressing voru í boði okkar systra og fengum við sendar ljúffengar veitingar frá Bókakaffi.

Þetta er í 4ða skiptið sem Soroptimistaklúbburinn stendur fyrir þessu námskeiði og við höfum verið svo heppnar að hafa sömu kennarana í öll skiptin. Mikil ánægja hefur verið með námsefnið, bæði hjá stúlkunum og foreldrum þeirra og er áhugi okkar Soroptimistasystra mikill að halda þessu verkefni áfram.

Hreinsunardagar í KMA

Eitt af vorverkum okkar er að þrífa Kirkjumiðstöðina á Eiðum utan sem innan.  Í ár dugðu ekki minna en tveir dagar og samtals um 60 vinnustundir í verkið.

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins

Við systur tókum þátt í Styrkleikum Krabbameinsfélagsins á Egilsstöðum í lok ágúst.  Þar gengum við í heilan sólarhring ásamt öðrum liðum og lögðum þessu góða málefni lið.

CAT kassar afhentir

Eitt af verkefnum okkar er að styðja grunn- og leikskóla með ýmsum hætti. 

Fyrir nokkrum árum gáfum við Egilsstaðaskóla og Grunnskóla Seyðisfjarðar svokallaða CAT kassa, en þeir eru verkfæri sem auðvelda samskipti við börn.

Nýverið pöntuðum við 3 nýja kassa og afhentum þá í Brúarásskóla, Fellaskóla og Leikskólann Tjarnarskóg á Egilsstöðum. 

Tvær af systrum okkar starfa í Brúarásskóla og tóku við kassanum þangað á síðasta fundi.

Á myndinni má sjá Kristínu Högnadóttur, Guðnýju Ríkharðsdóttur, Þorbjörgu Gunnarsdóttur og Þorbjörgu Garðarsdóttur með einn "kassann".