Skip to main content

Roðagyllum heiminn

 

rg 02Sameinuðu þjóðirnar hafa valið 25. nóvember, dag vitundarvakningar um útrýmingu kynbundins ofbeldis og markar hann jafnframt upphaf 16 daga átaks gegn því. Þessu sérstaka átaki lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna, 10.desember, sem jafnframt er alþjóðlegur dagur Soroptimista.

Soroptimistar um allan heim hafa tekið höndum saman og ætla að vekja athygli á þessum mannréttindabrotum með sýnilegum hætti og hefja það átak 25.nóvember n.k. Þann dag ætlar Soroptimistaklúbbur Austurlands að  standa fyrir ljósagöngu.  Gangan hefst kl. 17.00 við Egilsstaðakirkju og lýkur við Gistihúsið á Egilsstöðum.  Gistihúsið býður göngufólki upp á upp á heita drykki í lok göngunnar.

Soroptimistasamband Evrópu hefur síðan 2009 beðið borgir að lýsa upp aðalbyggingar sínar með appelsínugulum, roðagylltum lit.  Appelsínugulur litur er tákn átaksins og verðir gengið undir slagorðinu Roðagyllum heiminn.  Kirkjurnar á Egilsstöðum, Borgafirði eystri og Seyðisfirði verða lýstar upp á meðan þetta 16 daga alþjóða átak stendur.  Með þessu móti vill Soroptimistaklúbbur Austurlands vekja athygli á baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.