Hreinsunardagur í Kirkjumiðstöðinni 30. maí 2022

kma ukrÁrlegur hreinsunardagur í KMA var vel sóttur bæði af systrum, úkraínskum vinkonum, börnum og einum maka.  Útivinnan gekk sérstaklega vel, enda margar hendur að verki og innandyra voru herbergin þrifin og gerð klár fyrir sumarbúðirnar.

Í lok dags borðuðu svo allir dásemdar mat í boði KMA, eldaðan af okkar eigin Rúnu Dóru.