• Útskriftarverðlaun

 • Könglaklenging

 • Sundlaugarlyftan

 • Plöntuflokkun

  Hreinsunardagur í KMA

  kma 2020 2kma 2020 3Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum er okkar fasti fundarstaður og nýtist okkur vel, þó stundum þurfum við að finna okkur annan fundastað ef færð og veður eru erfið.  Á hverju ári förum við svo og þrífum og snyrtum innan dyra og utan til endurgjalds fyrir afnotin.

  Þriðjudagurinn 2. maí var tiltektardagur að þessu sinni.  Á staðinn mættu 13 systur, 1 maki og 3 börn.

  Svefnálman var þrifin og beð og stétt hreinsað utan dyra.  Einnig var kurlað mikið af greinum og viði sem lá á lóðinni eftir grisjun í vetur.  Kurlið var sett í beð eða geymt til að nota síðar.

   

  Hvatningarverðlaun maí 2020

  hv 2020Soroptimistaklúbbur Austurlands hefur undanfarið veitt nýstúdínu verðlaun fyrir góðan árangur og seiglu í námi þrátt fyrir erfiðar aðstæður.  Markmið með verðlaununum er að hvetja ungar stúlkur áfram á sinni braut og jafnvel til áframhaldandi náms. Við útskrift Menntaskólans á Egilsstöðum núna í maí hlaut Katrín Ólafía Þórhallsdóttir hvatningarverðlaun klúbbsins. Á meðfylgjandi myndum má sjá Katrínu með verðlaunin en útskriftin var óvenjuleg vegna Covid og voru einungis skólameistari, áfangastjóri og ljósmyndari fyrir utan nýstúdentana sjálfa á staðnum.  Að þessu sinni voru verðlaunin peningagjöf að upphæð kr. 15.000 en oft hefur klúbburinn gefið bók.  

  Allar sem ein

  fjolu1

  Á fundi okkar systra 4. mars, mættum við flestar í fjólubláu í tilefni af 8. mars. sem er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna.

  Staða handanna er #Each ForEqual - sem er hvatning fyrir aðra og yfirlýsing um að við tökum þátt.

  Við stilltum okkur upp og tókum mynd.

   

   

   

  Hvatningarverðlaun desember 2019

  hvatn201912Undanfarin ár hefur Soroptimistaklúbbur Austurlands veitt nýstúdínu verðlaun fyrir góðan árangur og seiglu í námi þrátt fyrir erfiðar aðstæður.  Markmið með verðlaununum er að hvetja ungar stúlkur áfram á sinni braut og jafnvel til áframhaldandi náms. Við útskrift Menntaskólans á Egilsstöðum 21. desember 2019 hlaut Berglind Eir Ásgeirsdóttir hvatningarverðlaun klúbbsins. Á meðfylgjandi mynd má sjá skólameistara afhenda verðlaunin fyrir hönd Soroptimistaklúbbs Austurlands.  Að þessu sinni voru verðlaunin peningagjöf að upphæð kr. 15.000 en fram að þessu hefur klúbburinn oftast gefið bók.