Skip to main content
 • Bókamarkaður

 • Gróðursetning á Seyðisfirði

 • Íþróttamiðstöð - afhending gjafar

 • Hvatningarverðlaun

 • Kirkjumiðstöðin

  Hvatningarverðlaun í des 2022

  Hvatning des 22Ragnheiður Þorsteinsdóttir hlaut hvatningarverðlaun Soroptimistaklúbbs Austurlands við útskrift úr ME í desember 2022.

  Verðlaunin eru veitt fyrir góðan árangur sem náðst hefur þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

  Aðalfundur 11. janúar 2023

  stjorn110123Aðalfundur klúbbsins var haldinn í Hlymsdölum 11.jan 2023.  Ný stjórn tók til starfa og einnig fulltrúar og verkefnastjórar.  Eins og sjá má er þetta föngulegur hópur tilbúinn til góðra verka.

  Þekktu rauðu ljósin !

  16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi 2022

  spjald framspjald bakÞekktu rauðu ljósin - Soroptimistar hafna ofbeldi er slagorð íslenskra Soroptimista í 16 daga átakinu að þessu sinni. Átakið sem leitt er af Sameinuðu þjóðunum og er alþjóðlegt hefst 25. nóvember og því lýkur 10. desember.
  Um allan heim sameinast hin ýmsu samtök í því að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi með ýmsum hætti en roðagylltur litur er einkenni átaksins, #roðagyllumheiminn, #orangetheworld, en hann á að tákna bjartari framtíð.
  Markmið 16 daga átaksins að þessu sinni er að beina athyglinni að forvörnum og fræðslu og hafa Soroptimistar útbúið fræðsluefni um hinar ýmsu myndir ofbeldis sem flokka má í sex flokka:
  andlegt ofbeldi, líkamlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi, fjárhagslegt ofbeldi, stafrænt ofbeldi og eltihrellir. Ekki er alltaf auðvelt að átta sig á því að um ofbeldi sé að ræða í samböndum fólks en það getur átt sér stað óháð kyni, aldri og kynhneigð.

  Samkvæmt rannsóknum hafa 15% til 20% íslenskra kvenna og 5% til 10% íslenskra karla verið beitt ofbeldi af maka sínum eða þeim sem þau voru í ástarsambandi við og líklega búa um 2% íslenskra kvenna við ofbeldi hverju sinni.

  Íslenskir Soroptimistar, sem eru nú um 600 í 19 klúbbum, hvetja alla til að kynna sér málefnið, fræðast og leggja sitt af mörkum til að stöðva ofbeldi.
  Soroptimistasystur munu þessa 16 daga vekja athygli meðal annars með því að klæðast roðagylltum fatnaði, selja ýmsan varning, birta greinar og fræðsluefni. Roðagyllti liturinn verður áberandi á byggingum víða um land og einnig á sendiráðum Íslands víða um heim.

  Soroptimistaklúbbur Austurlands efnir af þessu tilefni til Ljósagöngu 25. nóvember. Hún hefst kl.17:00 við Egilsstaðakirkju og gengið verður að Valaskjálf, þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og flutt verða stutt erindi. Viðbragðsaðilar, félagsþjónustan og þolandi ofbeldis verða meðal þeirra sem þarna stíga á stokk.

  Allir eru velkomnir í gönguna og í Valaskjálf.

  "Þekktu rauðu ljósin - Soroptimistar hafna ofbeldi”

  Bókamarkaðurinn 2022

  Bókum pakkað í góðum tilgangi – fjáröflun Soroptimistaklúbbs Austurlands 2022

  BM 2022 4Ein af fjáröflunarleiðum Soroptimistaklúbbs Austurlands hefur verið að setja upp og pakka niður „Bókamarkaðnum“ sem Íslendingum er að góðu kunnur til fjölda ára. Félag íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) stendur fyrir markaðnum. Fyrst gerðu systur í klúbbnum þetta þegar markaðurinn kom austur í Egilsstaði en síðan á Akureyri. Hlé varð á um tíma vegna Covid19.

  BM 2022 3

  Þetta árið kom markaðurinn ekki austur en var settur upp á Akureyri, nánar tiltekið í verslunarrými sem áður hýsti Húsasmiðjuna við Lónsbakka rétt utan Akureyrar. Í kringum tugur systra í Soroptimistaklúbbi Austurlands og nokkrir hjálpsamir makar fóru norður og einhentu sér í það dagana 26. til 28. ágúst að taka upp úr ótal kössum á fjölda bretta og raða á borð og bekki þar sem bókaunnendur gætu svo gengið meðfram úrvalinu og fundið eitthvað lesefni við hæfi hvers og eins. Ekki beið minna verkefni þegar pakkað var niður 11. til 12. september og þó, það hafði þynnst bókamagnið á borðunum, þrátt fyrir að þurft hafi að láta senda meira að sunnan af bókum á meðan á markaðnum stóð. Er það sérlega gleðilegt að skynja þannig áhuga Íslendinga á bókum þrátt fyrir ýmsa umræðu um að bóklestur hafi dregist saman miðað við fyrri tíð.

  BM 2022 5Góður andi ríkti í pökkunarstarfinu, mikið hlegið og spjallað á milli þess sem öll einbeitni var á röðun bóka og skipulag í verkefninu, en umsjónarmaður Bókamarkaðarins var Kalli Kr.
   Segja má að auk þess að afla fjár fyrir góð málefni þá hafi þetta sjálfboðaliðastarf eflt systraþel í klúbbnum, styrkt vinabönd og ný orðið til. Tækifærið var notað eftir langar vinnutarnirnar til að borða saman á Akureyri og einnig var farið  í Skógarböðin.