• Útskriftarverðlaun

 • Könglaklenging

 • Sundlaugarlyftan

 • Plöntuflokkun

  Hvatningarverðlaunin desember 2020

  Hvatningarverðlaundes2020Hvatningarverðlaun Soroptimistaklúbbs Austurlands voru að venju afhent við útskriftarathöfn ME í desember sl. Þau hlaut að þessu sinni Vilborg Björgvinsdóttir.

  Roðagyllum .....

  safnahusÍ dag hófst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.  Til að vekja athygli á átakinu höfum við hengt upp veggspjöld á fjölda vinnustaða, roðagyllt kirkjur á starfssvæði okkar og Sveitarfélagið Múlaþing leggur okkur lið með því að roðagylla eina stofnun í hverjum þéttbýliskjarna hins nýja sveitarfélags, Egilsstöðum, Djúpavogi Seyðisfirði og Borgarfirði eystra.

  Við Safnahúsið á  Egilsstöðum voru ljósin kveikt kl. 16:00 í dag að viðstöddum nokkrum systrum og blaðamanni Austurféttar, en á vefnum https://www.austurfrett.is verður birt umfjöllun um átakið.

   

  "Þú og þinn styrkur" - námskeið

  hopur namskeiðSoroptimistaklúbbur Austurlands er hluti af alþjóðlegum samtökum kvenna sem hafa það að markmiði að stuðla að jákvæðri heimsmynd, þar sem samtakamáttur kvenna nær fram því besta sem völ er á. Samtökin vinna m.a. að bættri stöðu stúlkna og kvenna, að mannréttindum öllum til handa sem og jafnrétti, framförum og friði með alþjóðlegri vináttu og skilningi að leiðarljósi.
  Soroptimistar skulu beita sér fyrir:
  • Að veita þjónustu í heimabyggð, heimalandi og á alþjóðavettvangi.
  Með ofantalin markmið í huga hafði verið lengi á stefnuskrá klúbbsins að bjóða ungum stúlkum upp á sjálfstyrkingarnámskeið og var undirbúningur langt kominn sl vetur þegar við urðum að setja það á ís vegna utanaðkomandi aðstæðna. Loks tókst svo að halda námskeiðið nú 17. okt síðastliðinn.
  Námskeiðið hét ,,Þú og þinn styrkur” og var fyrir allar 12 ára stúlkur fæddar 2008 á starfsvæði klúbbsins. Það var haldið í Safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, en þar er mjög góð aðstaða fyrir námskeiðshald. Þátttakendur voru 15 og komu frá Egilsstöðum, Fellabæ og Seyðisfirði, engin 12 ára stúlka er á Borgarfirði.

  Fjallað var um félagsfærni, samskipti og tilfinningar.  Auk þess var rætt um styrkleika, að setja sér markmið og eiga drauma.

  Námskeiðið stóð frá 10 til 16, var alfarið á kostnað og ábyrgð klúbbsins okkar og er vonandi bara fyrsta en ekki eina námskeiðið af þessu tagi.

  Leiðbeinendur voru Jónína Lovísa Kristjánsdóttir sérkennari, Eygló Daníelsdóttir iðjuþjálfi og María Ósk Kristmundsdóttir tölvunarfræðingur. Eru tvær þær síðarnefndu meðlimir í Soroptimistaklúbbnum og þótti okkur vel við hæfi að nýta krafta og mannauð klúbbsystra.

  Fleiri myndir frá námskeiðinu

   

  Aðalfundur í kófinu

  stjorn2020Aðalfundurinn var haldinn í Hlymsdölum þann 7. október sl.  Planið var að hafa val um hvort konur mættu á staðinn, svo lengi sem þær yrðu ekki fleiri en 20,  eða væru á Zoom.  Því miður voru einhverjir hnökrar á internetsambandinu, þannig að þær sem ætluðu að vera í fjarfundi misstu að mestu af fundinum.  Þrátt fyrir það var hann löglegur og við náðum að klára öll lögbundin aðalfundarstörf og stjórnarskipti.  Við tökum meira að segja inn nýja systur, Guðný Önnu Ríkharðsdóttur.

  Nýja stjórnin stillti sér upp til myndatöku með 2 metra regluna í huga.