Skip to main content
  • Bókamarkaður

  • Gróðursetning á Seyðisfirði

  • Íþróttamiðstöð - afhending gjafar

  • Hvatningarverðlaun

  • Kirkjumiðstöðin

    Hreindýrapaté 2022

    HP 2022 1HP 2022 2Hreindýrapaté Soroptimistaklúbbs Austurlands er að verða fastur liður í jólahaldi margra, ekki síst systra okkar um allt land. Strax og hreindýraveiðin hefst síðsumars er Ása komin á stúfana, hefur samband við mann og annan og safnar lifrum í frystikistuna sína. Svo þarf að finna umbúðir, prenta og útbúa merkingar, semja um flutning við Flugfélagið og ekki síst, selja vöruna og dreifa henni. Arna Soffía hefur samband við allar systur og heldur utan um þetta. Framleiðslan sjálf fer fram í eldhúsi Kirkjumiðstöðvar Austurlands undir styrkri stjórn Rúnu Dóru. Til aðstoðar eru svo nokkrar vaskar konur til viðbótar. Heyrst hefur að Patéið í ár sé einstaklega vel heppnað enda hefur það selst vel. Síðustu fréttir voru að ekki væru eftir nema 2 dósir.

    Gróðursetning á Seyðisfirði

    gr sey hopurÍ vor fórum við að huga að gróðursetningu á Seyðisfirði sem átti að fara fram í fyrra (sbr. frétt).  Urðum við mjög glaðar þegar í ljós kom að hægt var að gróðursetja plönturnar í skriðusárið í hlíðinni fyrir ofan planið þar sem Silfurhöllin stóð áður.

    Þriðjudaginn 28. júní fórum við svo í verkið. Begga kom með plönturnar sem hún hafði fóstrað síðan í fyrra, gróðursetningarverkfæri og áburð. Vaskur hópur systra og aðstoðarmanna var mættur til starfa og er skemmst frá því að segja að eftir réttan klukkutíma var búið að gróðursetja allar plönturnar og koma stóru plöntunni, sem pottuð var í fyrra, á heiðursstað í hlíðinni.

    Skammt frá þar sem við vorum að planta, stendur grenitré, sem stóð af sér skriðuna og fékk nafnið Von eftir það. Var um það rætt í hópnum hvaða nafn plantan okkar ætti að fá. Ósk eða Trú voru efst á blaði, en ekki var ákveðið um það endanlega.

    Að lokinni gróðursetningu var komið við á Skaftfelli og snæddur kvöldverður.

    Gjöf til Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum

    egs afhBekkur í búningsklefa fatlaðra var afhentur Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum þann 1. júní 2022.  Hann var keyptur fyrir ágóða af sölu kærleikskúla og jólaóróa, en fjármunir sem þannig er aflað eru eyrnamerktir fötluðum ungmennum á austurlandi.

    Björn Ingimarsson, Karen Erla Erlingsdóttir og Guðmundur Jóhannsson tóku við gjöfinni fyrir hönd Múlaþings og buðu upp á kaffi og köku.  Á myndinni eru auk Björns, Kristjana formaður og Þorbjörg gjaldkeri.

    Hreinsunardagur í Kirkjumiðstöðinni 30. maí 2022

    kma ukrÁrlegur hreinsunardagur í KMA var vel sóttur bæði af systrum, úkraínskum vinkonum, börnum og einum maka.  Útivinnan gekk sérstaklega vel, enda margar hendur að verki og innandyra voru herbergin þrifin og gerð klár fyrir sumarbúðirnar.

    Í lok dags borðuðu svo allir dásemdar mat í boði KMA, eldaðan af okkar eigin Rúnu Dóru.