Jólafundur 2022
Jólafundurinn var haldinn á heimili formanns þann 12. desember síðast liðinn, þar sem 23 systur mættu og áttu saman góða stund.
Jólafundurinn var haldinn á heimili formanns þann 12. desember síðast liðinn, þar sem 23 systur mættu og áttu saman góða stund.
Átakinu lokið formlega í dag á "Degi Soroptimista" og slökkt verður á roðagyllingu skólans. Nokkrar "systur" frá klúbbi Hóla og Fella með skólastjóra og umsjónarmanni FB þakka fyrir sig en baráttan gegn ofbeldi heldur áfram.
Systur úr stjórn Soroptimistaklúbbs Hóla og Fella afhentu Heilsugæslunni Efra Breiðholti 45 bækur: "Fyrstu 1000 dagar barnsins" barn verður til. Höfundur bókarinnar er Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir en hún vinnur hjá "Miðstöð foreldra og barna" MFB sem er geðheilsuteymi - fjölskylduvernd. Bækurnar voru keyptar til stuðnings MFB og verða afhentar öllum konum sem koma í fyrstu skoðun í mæðravernd á Heilsugæslunni í Efra Breiðholti.
Á meðfylgjandi mynd eru Bryndís ritari, Sigurbjörg gjaldkeri, Guðrún formaður og ljósmæðurnar Hólmfríður og Guðrún.
Klúbbfundur í apríl var haldinn í boði Guðrúnar Þórarinsdóttir á vinnustað hennar Hafró. Hafró er nýlega flutt í nýtt og glæsilegt hús í Hafnarfirði. Svanhildur Erlingsdóttir starfsmaður og vinnufélagi Guðrúnar gekk með systrum um húsið sem er einstakt að því leiti að allur efniviður er náttúrulegur. Svanhildur fræddi systur um starfsemina sem er stórmerkileg og vakti áhuga og athygli systra, óhætt að segja að margt hafi komið skemmtilega á óvart í lífríki sjávarins við Ísland.