Skip to main content

Sundnámskeið fyrir konur af erlendum uppruna

konur af erlendum upprunaKlúbburinn er aðal styrktaraðili sundverkefnis á vegum Félagsmiðstöðvar Breiðholts, Sundfélagsins Ægis og Ölduselsskóla, þar sem konum af erlendum uppruna er boðið upp á að þiggja sundkennslu. Verkefnið var styrkt starfsárið 2019-2020 um samtals 100.000 krónur. Þetta var annað árið í röð sem við styrktum sundnámskeið fyrir konur af erlendum uppruna og gerðum þáttakendum kleift að taka þátt án endurgjalds. Verkefnið þótti takast afburða vel. Hér er linkur á frétt í Breiðholtsblaðinu en á bls. 9 er fjallað um verkefnið.