Skip to main content

Verkefni í Sierra Leone

afhending styrksinsKlúbburinn okkar tók áfram þátt í samstarfi við Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur í soroptimistaklúbbi Árbæjar að styrkja valin verkefni í Sierra Leone. Við létum að þessu sinni fé rakna til þess að innrétta fæðingastofu sjúkrahúss í Freetown, en áður hafði klúbburnn lagt til fjármagn til að þjálfa starfsfólk á barnaspítalanum í Freetown.  Á myndinni sést hvar Guðrún Helga fyrir hönd okkar afhendir fyrri styrkinn.