Skip to main content

Styrkur til samtaka um byggingu kvennaathvarfs

kvennaathvarfÁ síðasta starfsári í tengslum við átakið Roðagyllum heiminn tók klúbburinn okkar ásamt öðrum Soroptimstaklúbbum á Íslandi þátt í að styrkja Samtök um byggingu kvennaathvarfs. Við hátíðlega athöfn tóku Sigþrúður Guðmundsdóttir og Eygló Harðardóttir fulltrúar Samtaka um byggingu kvennaathvarfs við 250.000 króna styrk úr hendi Ölmu formanns og Þórdísar verkefnastjóra.  

Við sömu athöfn veitti Landssamband soroptimista samtökunum einnig veglegan styrk. Fjallað var um átakið og styrkveitingar soroptimista í blaðagrein sem hér má lesa.