Skip to main content

Heimsókn í Hafró

Klúbbfundur í apríl var haldinn í boði Guðrúnar Þórarinsdóttir á vinnustað hennar Hafró. Hafró er nýlega flutt í nýtt og glæsilegt hús í Hafnarfirði. Svanhildur Erlingsdóttir starfsmaður og vinnufélagi Guðrúnar gekk með systrum um húsið sem er einstakt að því leiti að allur efniviður er náttúrulegur. Svanhildur fræddi systur um starfsemina sem er stórmerkileg og vakti áhuga og athygli systra, óhætt að segja að margt hafi komið skemmtilega á óvart í lífríki sjávarins við Ísland.