Skip to main content

Skrítnir tímar

skrítinn fundurVið lifum svo sannarlega furðulega tíma. Ástandið er erfitt, þungt og tekur á okkur öll. Vegna Covid 19 hefur Hóla og Fella klúbburinn þurft að fella niður fundi eða halda fjarfundi. Það var því skrítin tilfinning þegar systur gátu loksins komið saman, setið með eins metra millibili til að virða fjarlægðarmörkin og engar veitingar í boði á fundinum. Upplifunin var einkennileg en mikið voru systur glaðar að hittast aðeins og eiga góða stund saman. Á fundinn kom dásamleg söngkona, Jóhanna Elísa Skúladóttir sem söng fyrir systur, bæði gömul og ný lög. Hér má sjá myndband af henni en hún tók einmitt þetta lag á þessum sögulega fundi.