Skip to main content

Falleg kveðja til systra

Á klúbbfundi í kvöldi færði Sigurbjörg Á Heiðarsdóttir okkur þessa fallegu kveðju sem á einstaklega vel við núna á þessum óvenjulega tíma og vinir eru verðmætir.

Holtasóley

Umhyggjusöm ertu, vinaleg og góð
til þín vildi ég semja þennan óð
Þín gleði og hlátur alltaf mig gleður
Að heyra í þér, aldrei mig tefur

Sérstök, dugleg, traust og trú
Vitur, hjálpsöm ...., það ert þú
Hlý og bjartsýn, til í spjall
Þú getur stoppað hið mesta fall

Einstök, stríðin, líka feimin
Hugrökk, djörf, stundum dreymin
Allt jákvætt get ég sagt um þig
alltaf áttu tíma fyrir mig

Vináttan okkar er mér mikils virði
Vinkonur verið frá Hornafirði
eitthvað sérstakt höfum við átt
huggað hvor aðra, þegar eigum við bágt

Alltaf er gott að leita til þín
Þú ert besta vinkona mín
Þakka vil þér af öllu hjarta
Engu hef ég yfir að kvarta

Alltaf munt þú eiga mig að
Því í hjarta mínu áttu stað
Því ég lofa um eilífð alla
Ef einhvern tíma þarft´að kalla!

Katrín Ruth Þ.
1979 -