Skip to main content
 • Systur leggja sig fram við framleiðslu á dúkkufötum
 • Góð stemming á jólafundi
 • Stórkostleg ferð til Sigrúnar og Óla í Stóru Mörk

  Styrkveiting

  Styrkveiting

  Systur í Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella færðu á dögunum Fella- og Hólakirkju 25 stk gjafakort hvert á kr. 20.000 að gjöf sem kirkjan úthlutar til þeirra sem á þurfa að halda þessi jólin.

   

   

  Breiðholtstíðindi segja frá roðagylltum FB og aðkomu okkar systra í Hóla og Fella kúbbi

  roðagyllum

  Soroptimistar eru alþjóðasamtök kvenna sem hafa það að meginmarkmiði að stuðla að bættri stöðu kvenna með alþjóðlegri vináttu og skilningi að leiðarljósi.

  Soroptimistar á Íslandi ásamt Soroptimistum um allan heim  hafa tekið þátt í "Ákalli  framkvæmdarstjóra Sameinuðu  þjóðanna um að  roðagylla heiminn".

  Átakið hófst 25. nóvember og því lýkur 10.desember á Mannréttindadegi Sameinuðu Þjóðanna.

  Markmiðið er að efla vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi og stuðla að útrýmingu á ofbeldi gegn konum.

  Víða á Íslandi eru byggingar lýstar upp með roðagyllingu (appelsínugulu)  á áðurnefndu tímabili og sömuleiðis sendiráð Íslands víða um heim.

  Soroptimistaklúbbur Hóla og Fella í Breiðholti tekur þátt í þessu verkefni og    leitað var til skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem tók erindi klúbbsins mjög vel og er  skólinn nú lýstur upp  með roðagylltri lýsingu.

  Fjölbrautarskólinn í Breiðholti roðagylltur

  FB

  Í kvöld tók skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti á móti okkur soroptimistasystrum sem skreyttum okkur appelsínugulu í stíl við roðagylltan skólann. Það er afar ánægjulegt hversu vel forsvarsmenn skólans tóku áskorun okkar um að lýsa upp skólann og bera nemendum og starfsfólki skólans fréttir af 16 daga átakinu.  Þau munu segja frá því á heimasíðu sinni, instagram og facebook. 

  Roðagyllum heiminn - 16 daga átak

  2020 25.11Dagana 25. nóvember til 10. desember beita alþjóðasamtök Soroptimista sér fyrir því að vekja athygli á ofbeldi gegn konum undir heitinu "Roðagyllum heiminn".

  Það er aldrei mikilvægara en nú á tímum Covid-19 að vekja athygli á þessum málaflokki, verkefnið fellur vel að markmiðum Soroptimista og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en þar er meðal annars lögð áhersla á jafnrétti kynjanna, heilsu og vellíðan.          

  Við systur í klúbbnum okkar berum merki okkar í barmi þessa daga. Við klæðumst roðagylltu til að minna á og vekja athygli á átakinu og við hugsum til þeirra sem búa við ofbeldi í umhverfi sínu.