Skip to main content
  • Haustfundur 2019

  • Við Húnaflóa

  • Inntaka nýrra systra

  • Inntaka nýrra systra

  • Siglufjörður mái 2019

  • 2019 Júnígangan

  • Haustfundur 2019

  • Title

  • Haustfundur 2019

  • Roðagyllum heiminn

    Haustfundur Soroptimista á Laugarbakka í september 2019

    GL í stjórn

    Hinn árlegi haustfundur sorooptimista var haldinn á Laugarbakka daganna 28-30 september. 

    Móttaka var kl. 20.00 á föstudagskvöldi með óvæntum uppákomum og fundaði Guðrún Lára Magnúsdóttir okkar verðandi landsforseti með stjórn strax kl. 21.00.

    Fundur hófst svo á slaginu 9.15 daginn eftir með ávarpi forseta, skýrslu stjórnar og kynningu sendifulltrúa, verkefnastjórna og vinnuhópa. Ljóst er að miklar breytingar eru framundan hjá Soroptimistum til að gera okkur sýnilegri, auka samvinnu milli klúbba innanlands sem utan. Gengur þessi markmið undir formerkinu boðun. Meðal annars er á döfinni að stofna svæði soroptimista þar sem minnst 5 klúbbar eru saman og minnst 140 systur. Búið er að opna þann möguleika á að allar systur geta mætt sem áheyrnarfulltrúar á heimsráðstefnurnar, eykur það samskipti og mögulega samvinnu milli landa, klúbba og systra.

    Næsti heimsfundur er í San Francisco. Stelpur við þangað.