Skip to main content
  • Haustfundur 2019

  • Við Húnaflóa

  • Inntaka nýrra systra

  • Inntaka nýrra systra

  • Siglufjörður mái 2019

  • 2019 Júnígangan

  • Haustfundur 2019

  • Title

  • Haustfundur 2019

  • Roðagyllum heiminn

    Aðalfundurinn haldinn á vefnum í október 2020

     

    121677766 10223576956720585 8112348736885001085 o  Tuttugu og tvær systur mættu á aðalfund Við Húnaflóa sem haldinn var á veraldarvefnum í umsjón Guðrúnar Láru Magnúsdóttur frú forseta. 

    Helga Hreiðars var fundarstjóri og Bryndís Valbjarnardóttir ritaði sína síðustu fundargerð í stjórn að þessu sinni. 

    Fram fór venjuleg aðalfundarstörf og þökkum við fyrri stjórn fyrir góð störf og bjóðum nýja stjórn velkomna til starfa. Sama gildir um önnur störf og nefndir, þökkum við þeim sem láta af störfum og bjóðum þeim sem taka við velkomna.

    Berglind flutti skýrslu formanns, Guðný gerði grein fyrir ársreikningi og Ragna flutti skýrslu verkefnastjóra.

    Ákveðið var að fresta verkefni okkar Stelpur geta allt um ár vegna ástandsins í þjóðfélaginu sem stafar af smitum covid-veirunnar sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, en kennari á námskeiðinu Kristín Tómasdóttir býr þar og er því ekki æskilegt að hún fari út á land samkvæmt sóttvarnarlækni. Á áætlun er að bjóða tveimur árgöngum stúlkna að sitja námskeiðið að ári í stað þess sem fellur niður nú.

    Fundarformið gekk ótrúlega vel, ekki er vitað hvort veitingar hafa verið á boðstólum hjá hverri systur, en allar kveiktu á kertum, fóru með markmið og hvatningu eins og venja er.