Skip to main content
  • Haustfundur 2019

  • Við Húnaflóa

  • Inntaka nýrra systra

  • Inntaka nýrra systra

  • Siglufjörður mái 2019

  • 2019 Júnígangan

  • Haustfundur 2019

  • Title

  • Haustfundur 2019

  • Roðagyllum heiminn

    Stjórnarfundur í samkomubanni

    Stjórnarfundur í samkomubanni

    Stjórnarfundur Soroptimistaklúbbsins Við Húnaflóa var haldinn með notkun samfélagsmiðla.

    Berglind Björnsdóttir formaður boðaði til stjórnarfundar gengnum facemessage vegna samkomubanns sem stjórnvöld boðuðu vegna heimsfaraldurs covid-19 veiru.

    Covid-19 veirufaraldurinn hefur haft djúpstæð áhrif á starf okkar Við Húnaflóa eins og annarra Íslendinga sem aðra jarðarbúa í mars og apríl 2020. Klúbburinn hefur ekki getað haldið mánaðarlega fundi klúbbsins síðan í janúar því febrúarfundurinn féll niður vegna veðurs, en þó náðist að halda fámennann marsfund.

    Til stóð að halda fræðslufund á Skagaströnd fimmtudaginn 12. mars þar sem heilsufræðingurinn og markþjálfinn Matti Ósvald Stefánsson ætlaði að fjalla um hvaðan heilbrigt og sterkt sjálfstraust kæmi og að velja  velja «jákvæðni» fram yfir «neikvæðni» til að bæta heilsuna. Stjórnvöld voru í ákvarðanaferli um að koma á samkomubanni og varð það niðurstaða klúbbsystra að sýna ábirga hegðun og fresta framangreindum fyrirlestri þó búið væri að auglýsa atburðinn. Samkomubann var svo sett á daginn eftir eða 13. mars. Búast má við áframhaldandi truflunum á venjulegu klúbbastarfi fram í júní.

    Að sama skapi hefur ekki verið hægt að halda stjórnarfundi en mikilvægt var að kjósa systur í embætti fyrir næsta starfsár og brá þá Berglind á það ráð að halda stjórnarfund gegnum samfélagsmiðilinn facebook. Gekk fundurinn vel og mættu allar stjórnarkonur og fulltrúar á fundinn.  

    Nýr formaður

    Nýi formaðurinnÁ fyrsta fundi ársins 2019-20 urðu formannaskipti í klúbbnum þar sem M. Berglind Björnsdóttir tók við sem formaður af Helgu Hreiðarsdóttur. Um leið og við þökkum Helgu fyrir vel unnin störf óskum við Berglindi til hamingju með nýja titilinn og óskum henni velfarnaðar í nýrri stöðu.

    Haustfundur Soroptimista á Laugarbakka í september 2019

    GL í stjórn

    Hinn árlegi haustfundur sorooptimista var haldinn á Laugarbakka daganna 28-30 september. 

    Móttaka var kl. 20.00 á föstudagskvöldi með óvæntum uppákomum og fundaði Guðrún Lára Magnúsdóttir okkar verðandi landsforseti með stjórn strax kl. 21.00.

    Fundur hófst svo á slaginu 9.15 daginn eftir með ávarpi forseta, skýrslu stjórnar og kynningu sendifulltrúa, verkefnastjórna og vinnuhópa. Ljóst er að miklar breytingar eru framundan hjá Soroptimistum til að gera okkur sýnilegri, auka samvinnu milli klúbba innanlands sem utan. Gengur þessi markmið undir formerkinu boðun. Meðal annars er á döfinni að stofna svæði soroptimista þar sem minnst 5 klúbbar eru saman og minnst 140 systur. Búið er að opna þann möguleika á að allar systur geta mætt sem áheyrnarfulltrúar á heimsráðstefnurnar, eykur það samskipti og mögulega samvinnu milli landa, klúbba og systra.

    Næsti heimsfundur er í San Francisco. Stelpur við þangað.

     

    Námskeið í vefstjórnun í Kjarnaskógi

    Þórunn Hálfdanardóttir vefstjóri Soroptimisa Íslands sá um frábært námskeið í vefstjórn fyrir Norðurlandsklúbba Soroptimista,  klúbbarnir eru: Við Húnaflóa, Tröllaskagi og Akureyri. Sjö konur voru mættar og tveir kennarar, ekki veitti af, enn allar lærðu fljótt og vel.

    Námsskeiðið var haldið í Kjarnaskógi á Götu sólarinnar nr. 11, dásamlegt nafn á einum vegi.