Skip to main content
  • Við Botnsvatn

  • Systur í Danmörku

  • Haustlitir

    Þú og þinn styrkur

    nemar

    Dagana 25.- 26. október stóð Soroptimistaklúbbur Húsavíkur og nágrennis fyrir sjálfstyrkingarnámskeiðinu Þú og þinn styrkur, fyrir 12 ára stúlkur. Þetta er þriðja árið í röð sem þetta námskeið er haldið og hefur verið mikil ánægja með það hjá stúlkunum og þeirra forráðamönnum. Að þessu sinni mættu 21 stúlka frá fjórum skólum frá Grenivík til Þórshafnar. Kennarar voru Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi og Sigríður Ásta Hauksdóttir náms og starfsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi. Þingeyjarskóli leggur okkur til húsnæði og aðstöðu, kvenfélögin í héraðinu hafa styrkt verkefnið og fyrirtæki lagt okkur til hráefni í mat. Við einbeitum okkur að þessu verkefni enda er það bæði skemmtilegt og gefandi.