Skip to main content
 • Vorferð 2019

 • Vorferð 2019

 • Stofnfélagar

  Enn fjölgar í Keflavíkurklúbbi

  Eitt af síðustu verkefnum fráfarandi formanns var að taka inn tvær nýjar systur á aðalfundi klúbbsins þann 12. október 2021, þegar systur klæddust bleiku í tilefni af bleikum október. Þetta eru systurnar Eyrún Ösp Ingólfsdóttir og Sara Dögg Eiríksdóttir. Það var sannarlega ánægjulegt að geta eflt klúbbinn og styrkt með öflugum konum. Systur í klúbbnum urðu með inntöku Eyrúnar Aspar og Söru Daggar samtals 46. 

  Inntaka systra 10.21a

  Svanhildur fráfarandi formaður ásamt Sóleyju Gunnarsdóttur og Selmu Björk Hauksdóttur, sem mæltu með systrum og hinar nýju systur Eyrún Ösp og Sara Dögg.

  Inntaka systra 10.21b

  Svanhildur festir nælu í Söru Dögg.

   

  Inntaka systra 10.21c

  Samkvæmt hefð fengu systur kerti við inntökuna.