• Vorferð 2019

 • Vorferð 2019

 • Stofnfélagar

  Aðalfundur 2020

  Soroptimistaklúbbur Keflavíkur hélt aðalfund sinn 27. október eftir að hafa frestað honum um tvær vikur í von um að hægt yrði að halda hann með hefðbundnu sniði. Í millitíðinni hafði verið hert á sóttvörnum og samkomutakmörkunum svo úr varð að halda veffund. Eftir skoðanakönnun var ljóst að systur vildu að notast yrði við Teams fundaforritið.

  Þar sem þetta var fyrsti veffundur klúbbsins og þar að auki aðalfundur var mikið í húfi að hann tækist vel. Það varð raunin. Allar áhyggjur ruku út í veður og vind um leið og fundur hófst. Góð mæting var á fundinn og hægt var að afgreiða þau mál sem lágu fyrir fundi. Systur voru duglegar að nota uppréttu höndina í forritunu til þess að biðja um orðið og passa að slökkva á hljóði þess á milli.

  Nokkrar systur komu saman í smærri hópum og buðu til sín þeim sem ekki treystu sér í kerfið. Formaður hafði biðlað til systra um að gera slíkt. 

  Keflavíkursystur roðagylla heiminn

  Roðagyllum2 minniSystur í Soroptimistaklúbbi Keflavíkur lögðu mikinn metnað í að taka þátt í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi með roðagyllingu heimsins. Til þess að gera viðburðinn sýnilegri og fá fyrirtæki og íbúa í lið með okkur, höfðum við samband við Suðurnesjamiðilinn Víkurfréttir. Úr varð að gerður var þáttur um átakið og sýndur á Hringbraut fimmtudaginn 14. nóvember. Áfram lifir hann í Suðurnesjamagasíni á vefnum vf.is. Grein upp úr þættinum var fyrir útgefið fréttablað Víkurfrétta viku síðar, fimmtudaginn 21. nóvember. Systur buðu sjóvarpsmönnum á fund með appelsínugulu þema, svo myndefnið gæti orðið roðagullið. Það tókst vel eins og sést á meðfylgjandi hópmynd sem Víkurfréttamenn tóku.

  Áður en viðtal var tekið höfðu systur sent bréf til fyrirtækja og stofnana í bænum. Margir gáfu okkur jákvæð svör og hafa hafið þátttöku í verkefninu. Einhverjum þarf að ýta við  sumsstaðar er appelsínuguli liturinn full daufur. En við erum þakklátar þeim sem tóku jákvætt í beiðni okkar og trúum því að verkefnið muni eflast strax á næsta ári. Systur eru þegar farnar að íhuga hvað hægt væri að gera.

  Björgin fær styrk frá Keflavíkurklúbbi

  Gjöf til Bjargarinnar2 minniSoroptimistaklúbbur Keflavíkur færði Björginni, Geðræktarmiðstöð Suðurnesja styrk undir árslok 2019. Við styrknum tók Díana Hilmarsdóttir forstöðumaður Bjargarinnar úr höndum Súsönnu Bjargar Fróðadóttur formanns klúbbsins. Styrkurinn var ágóði fjáröflunarkvölds sem klúbburinn hélt.

  Björgin er eitt þeirra athvarfa sem notið hafa góðs af starfsemi Soroptimistaklúbbs Keflavíkur. Björgin tók til starfa árið 2005 og var markmið starfseminnar frá upphafi að bæta þjónustu við og rjúfa félagsleg einangrun þeirra sem glíma við geðraskanir. Mikið af rekstrarfé Bjargarinnar kemur frá velunnurum á Suðurnesjum.

  Í Björginni er boðið upp á margvísleg námskeið, hópatíma, ráðgjöf, utanumhald og eftirfylgni. Einnig býður miðstöðin upp á tíma hjá geðlækni sem kemur í Björgina einu sinni í viku. Þó Björgin sé ekki meðferðarstaður hefur miðstöðin ákveðið meðferðarígildi.  Þátttaka í starfseminni getur dregið úr stofnanainnlögn auk þess sem Björgin er viðurkennt endurhæfingarúrræði. Alls 8582 heimsóknir voru í Björgina árið 2018, að meðaltali 36 á dag.

  Fleiri konur en karlar eru þiggjendur þjónustu Bjargarinnar. Flestum er vísað frá Virk eða Samvinnu, Geðsviði LSH og Velferðarsviði Reykjanesbæjar. Þjónustuþegar koma einnig að sjálfsdáðum.

  Vorferð Keflavíkurklúbbs 2019

  Þavorferd3nn 15. maí sl. héldur glaðar systur af stað frá sýslumanninum í Keflavík í vorferð. Förinni var heitið til Hafnarfjarðar þar sem systur heimsóttu Íshús Hafnarfjarðar. Þar hafa margir listamenn hreiðrað um sig og vinna að list sinni. Tekið var vel á móti hópnum og fengum við leiðsögn um húsið og  hittum við nokkrar listakonur sem sögðu frá verkum sínum.  Að heimsókn lokinni gengum við yfir á Von mathús og áttum góða stund yfir mat og drykk. 

  Keflavíkursystur í Kuala Lumpur

  brynjaKeflavíkursysturnar Brynja, Steinþóra og Melkorka fóru á Alheimsþing Soroptimista í Kuala Lumpur í júlí 2019. Eftir 13 tíma flug frá London lentu þær hressar, kátar og mjög spenntar fyrir sínum fyrsta viðburði á erlendri grundu.