• Vorferð 2019

 • Vorferð 2019

 • Stofnfélagar

  Keflavíkursystur styrkja Frú Ragnheiði á Suðurnesjum

  Frú Ragnheiður4 minni1

  Soroptimistaklúbbur Keflavíkur færði á dögunum Frú Ragnheiði á Suðurnesjum, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins styrk að upphæð kr. 200.000. Vonir standa til að hægt verði að hefja starfsemina innan skamms en það verður gert um leið og Almannavarnir gefa grænt ljós.
  Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir verkefnastjóri Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum hélt erindi á maífundi Soroptimistaklúbbs Keflavíkur og fræddi systur um verkefnið. Í máli Jóhönnu Bjarkar kom fram að vitað hafi verið um þörfina á Suðurnesjum um nokkurt skeið og að unnið hafi verið að undirbúningi í rúm tvö ár. Jóhanna Björk, sem áður var sjálfboðaliði í Frú Ragnheiði í Reykjavík og Díana Hilmarsdóttir forstöðumaður Bjargarinnar - Geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja, unnu þarfagreiningu sem samþykkt var af Rauða krossinum. Samkvæmt greiningu er áætlað að hátt í 36 manns þurfi á þjónustunni að halda á Suðurnesjum. Bíllinn mun fara um öll Suðurnes eftir þörfum og verður þjónustan í boði á mánudögum og fimmtudögum kl. 18:30 – 21:00.
  Markmið skaðminnkunarverkefnisins er að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, s.s. húsnæðislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni í æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu. Í erindi Jóhönnu Bjarkar kom fram að þjónustan geti verið margskonar, ekki bara nálaskiptaþjónusta sem oftast er rætt um. „Við bjóðum þjónustuþegum okkar einnig upp á mat, drykk og vítamín, ullarfatnað, svefnpoka og tjalddýnur, ásamt sálrænum stuðningi og samtali, skaðaminnkandi leiðbeiningum og fræðslu, allt eftir ósk hvers og eins og þörfum. Við mætum skjólstæðingum okkar alltaf þar sem þeir eru og reynum að tengjast þeim. Við tölum alltaf fallega til þjónustuþega okkar sem oft þurfa að hlusta á mjög niðrandi orð um sig. Mér þykir ótrúlega vænt um þessa einstaklinga.“
  Hjúkrunarfræðingur er alltaf á vakt í bíl Frú Ragnheiðar, ásamt sjálfboðaliðum. Þá er læknir á bakvakt. Skaðaminnkunarverkefni (harm reduction) gengur út á að fyrirbyggja skaða og áhættu við notkun fíkniefna í æð en ekki að fyrirbyggja sjálfa notkunina. Sem slíkt er það hluti af mannúðlegri nálgun við vímuefnanotkun og -vanda þar sem viðurkennt er að hluti af samfélaginu notar lögleg og/eða ólögleg vímuefni. Í þeim hópi eru einstaklingar sem ekki geta né vilja hætta notkun vímuefna. Rannsóknir hafa sýnt að skaðaminnkandi inngrip draga úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum vímuefnanotkunar.
  Soroptimistar eru alþjóðleg samtök kvenna sem hafa það að markmiði að stuðla að jákvæðri heimsmynd, þar sem samtakamáttur kvenna nær fram því besta sem völ er á. Soroptimistasystur beita sér m.a. fyrir að veita þjónustu í heimabyggð og vinna að mannréttindum öllum til handa. Verkefni Rauða krossins rímar því vel við markmið Soroptimista og eru systur í Keflavíkurklúbbi stoltar af því að geta lagt þessu þarfa verkefni lið. Það var Svanhildur Eiríksdóttir formaður klúbbsins sem færði Jóhönnu Björk styrkinn.

   Frú Ragnheiður1 minni2

  Frú Ragnheiður2 minni1

   

  Keflavíkursystur roðagylla heiminn

  Roðagyllum2 minniSystur í Soroptimistaklúbbi Keflavíkur lögðu mikinn metnað í að taka þátt í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi með roðagyllingu heimsins. Til þess að gera viðburðinn sýnilegri og fá fyrirtæki og íbúa í lið með okkur, höfðum við samband við Suðurnesjamiðilinn Víkurfréttir. Úr varð að gerður var þáttur um átakið og sýndur á Hringbraut fimmtudaginn 14. nóvember. Áfram lifir hann í Suðurnesjamagasíni á vefnum vf.is. Grein upp úr þættinum var fyrir útgefið fréttablað Víkurfrétta viku síðar, fimmtudaginn 21. nóvember. Systur buðu sjóvarpsmönnum á fund með appelsínugulu þema, svo myndefnið gæti orðið roðagullið. Það tókst vel eins og sést á meðfylgjandi hópmynd sem Víkurfréttamenn tóku.

  Áður en viðtal var tekið höfðu systur sent bréf til fyrirtækja og stofnana í bænum. Margir gáfu okkur jákvæð svör og hafa hafið þátttöku í verkefninu. Einhverjum þarf að ýta við  sumsstaðar er appelsínuguli liturinn full daufur. En við erum þakklátar þeim sem tóku jákvætt í beiðni okkar og trúum því að verkefnið muni eflast strax á næsta ári. Systur eru þegar farnar að íhuga hvað hægt væri að gera.

  Björgin fær styrk frá Keflavíkurklúbbi

  Gjöf til Bjargarinnar2 minniSoroptimistaklúbbur Keflavíkur færði Björginni, Geðræktarmiðstöð Suðurnesja styrk undir árslok 2019. Við styrknum tók Díana Hilmarsdóttir forstöðumaður Bjargarinnar úr höndum Súsönnu Bjargar Fróðadóttur formanns klúbbsins. Styrkurinn var ágóði fjáröflunarkvölds sem klúbburinn hélt.

  Björgin er eitt þeirra athvarfa sem notið hafa góðs af starfsemi Soroptimistaklúbbs Keflavíkur. Björgin tók til starfa árið 2005 og var markmið starfseminnar frá upphafi að bæta þjónustu við og rjúfa félagsleg einangrun þeirra sem glíma við geðraskanir. Mikið af rekstrarfé Bjargarinnar kemur frá velunnurum á Suðurnesjum.

  Í Björginni er boðið upp á margvísleg námskeið, hópatíma, ráðgjöf, utanumhald og eftirfylgni. Einnig býður miðstöðin upp á tíma hjá geðlækni sem kemur í Björgina einu sinni í viku. Þó Björgin sé ekki meðferðarstaður hefur miðstöðin ákveðið meðferðarígildi.  Þátttaka í starfseminni getur dregið úr stofnanainnlögn auk þess sem Björgin er viðurkennt endurhæfingarúrræði. Alls 8582 heimsóknir voru í Björgina árið 2018, að meðaltali 36 á dag.

  Fleiri konur en karlar eru þiggjendur þjónustu Bjargarinnar. Flestum er vísað frá Virk eða Samvinnu, Geðsviði LSH og Velferðarsviði Reykjanesbæjar. Þjónustuþegar koma einnig að sjálfsdáðum.

  40 ára afmæli

  Systur héldu upp á 40 ára afmæli klúbbsins með heimsókn á Bessastaði þann 5. júní árið 2015. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff tóku vel á móti systrum og þær færðu forsetanum táknræna gjöf, Skóla í kassa fyrir 40 börn en gjöfin er bæði táknræn fyrir starfsárafjölda klúbbsins og það mannúðarstarf sem klúbburinn sinnir. Skóli í kassa er ein af sönnum gjöfum Unicef, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og gerir börnum kleift að halda skólagöngu sinni áfram við neyðaraðstæður.

   

  Vorferð Keflavíkurklúbbs 2019

  Þavorferd3nn 15. maí sl. héldur glaðar systur af stað frá sýslumanninum í Keflavík í vorferð. Förinni var heitið til Hafnarfjarðar þar sem systur heimsóttu Íshús Hafnarfjarðar. Þar hafa margir listamenn hreiðrað um sig og vinna að list sinni. Tekið var vel á móti hópnum og fengum við leiðsögn um húsið og  hittum við nokkrar listakonur sem sögðu frá verkum sínum.  Að heimsókn lokinni gengum við yfir á Von mathús og áttum góða stund yfir mat og drykk. 

  Keflavíkursystur í Kuala Lumpur

  brynjaKeflavíkursysturnar Brynja, Steinþóra og Melkorka fóru á Alheimsþing Soroptimista í Kuala Lumpur í júlí 2019. Eftir 13 tíma flug frá London lentu þær hressar, kátar og mjög spenntar fyrir sínum fyrsta viðburði á erlendri grundu.