Skip to main content
  • Vorferð 2019

  • Vorferð 2019

  • Stofnfélagar

    Vorferð Keflavíkurklúbbs 2019

    Þavorferd3nn 15. maí sl. héldur glaðar systur af stað frá sýslumanninum í Keflavík í vorferð. Förinni var heitið til Hafnarfjarðar þar sem systur heimsóttu Íshús Hafnarfjarðar. Þar hafa margir listamenn hreiðrað um sig og vinna að list sinni. Tekið var vel á móti hópnum og fengum við leiðsögn um húsið og  hittum við nokkrar listakonur sem sögðu frá verkum sínum.  Að heimsókn lokinni gengum við yfir á Von mathús og áttum góða stund yfir mat og drykk.