Skip to main content
  • Vorferð 2019

  • Vorferð 2019

  • Stofnfélagar

    Aðalfundur 2020

    Soroptimistaklúbbur Keflavíkur hélt aðalfund sinn 27. október eftir að hafa frestað honum um tvær vikur í von um að hægt yrði að halda hann með hefðbundnu sniði. Í millitíðinni hafði verið hert á sóttvörnum og samkomutakmörkunum svo úr varð að halda veffund. Eftir skoðanakönnun var ljóst að systur vildu að notast yrði við Teams fundaforritið.

    Þar sem þetta var fyrsti veffundur klúbbsins og þar að auki aðalfundur var mikið í húfi að hann tækist vel. Það varð raunin. Allar áhyggjur ruku út í veður og vind um leið og fundur hófst. Góð mæting var á fundinn og hægt var að afgreiða þau mál sem lágu fyrir fundi. Systur voru duglegar að nota uppréttu höndina í forritunu til þess að biðja um orðið og passa að slökkva á hljóði þess á milli.

    Nokkrar systur komu saman í smærri hópum og buðu til sín þeim sem ekki treystu sér í kerfið. Formaður hafði biðlað til systra um að gera slíkt.