Skip to main content
  • Vorferð 2019

  • Vorferð 2019

  • Stofnfélagar

    Björgin fær styrk frá Keflavíkurklúbbi

    Gjöf til Bjargarinnar2 minniSoroptimistaklúbbur Keflavíkur færði Björginni, Geðræktarmiðstöð Suðurnesja styrk undir árslok 2019. Við styrknum tók Díana Hilmarsdóttir forstöðumaður Bjargarinnar úr höndum Súsönnu Bjargar Fróðadóttur formanns klúbbsins. Styrkurinn var ágóði fjáröflunarkvölds sem klúbburinn hélt.

    Björgin er eitt þeirra athvarfa sem notið hafa góðs af starfsemi Soroptimistaklúbbs Keflavíkur. Björgin tók til starfa árið 2005 og var markmið starfseminnar frá upphafi að bæta þjónustu við og rjúfa félagsleg einangrun þeirra sem glíma við geðraskanir. Mikið af rekstrarfé Bjargarinnar kemur frá velunnurum á Suðurnesjum.

    Í Björginni er boðið upp á margvísleg námskeið, hópatíma, ráðgjöf, utanumhald og eftirfylgni. Einnig býður miðstöðin upp á tíma hjá geðlækni sem kemur í Björgina einu sinni í viku. Þó Björgin sé ekki meðferðarstaður hefur miðstöðin ákveðið meðferðarígildi.  Þátttaka í starfseminni getur dregið úr stofnanainnlögn auk þess sem Björgin er viðurkennt endurhæfingarúrræði. Alls 8582 heimsóknir voru í Björgina árið 2018, að meðaltali 36 á dag.

    Fleiri konur en karlar eru þiggjendur þjónustu Bjargarinnar. Flestum er vísað frá Virk eða Samvinnu, Geðsviði LSH og Velferðarsviði Reykjanesbæjar. Þjónustuþegar koma einnig að sjálfsdáðum.

    40 ára afmæli

    Systur héldu upp á 40 ára afmæli klúbbsins með heimsókn á Bessastaði þann 5. júní árið 2015. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff tóku vel á móti systrum og þær færðu forsetanum táknræna gjöf, Skóla í kassa fyrir 40 börn en gjöfin er bæði táknræn fyrir starfsárafjölda klúbbsins og það mannúðarstarf sem klúbburinn sinnir. Skóli í kassa er ein af sönnum gjöfum Unicef, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og gerir börnum kleift að halda skólagöngu sinni áfram við neyðaraðstæður.

     

    Vorferð Keflavíkurklúbbs 2019

    Þavorferd3nn 15. maí sl. héldur glaðar systur af stað frá sýslumanninum í Keflavík í vorferð. Förinni var heitið til Hafnarfjarðar þar sem systur heimsóttu Íshús Hafnarfjarðar. Þar hafa margir listamenn hreiðrað um sig og vinna að list sinni. Tekið var vel á móti hópnum og fengum við leiðsögn um húsið og  hittum við nokkrar listakonur sem sögðu frá verkum sínum.  Að heimsókn lokinni gengum við yfir á Von mathús og áttum góða stund yfir mat og drykk. 

    Keflavíkursystur í Kuala Lumpur

    brynjaKeflavíkursysturnar Brynja, Steinþóra og Melkorka fóru á Alheimsþing Soroptimista í Kuala Lumpur í júlí 2019. Eftir 13 tíma flug frá London lentu þær hressar, kátar og mjög spenntar fyrir sínum fyrsta viðburði á erlendri grundu.