Nýr gróðursetningareitur í Lækjarbotnum

Febrúarfundurinn var haldin á Zoom og var þetta sjötti fundurinn sem við héldum á þennan hátt. Á fundinn kom Þuríður Hermannsdóttir skólastyrksþegi SIE 2019-2020 og sagði okkur frá námi sínu í dýralækningum í Slóvakíu. Kópavogsklúbbur og Soroptimistaklúbburinn við Húnaflóa mæltu með henni til skólastyrksnefndar. Hún sagði okkur hvernig styrkurinn hefur hjálpað henni til að ná sínu draumamarkmiði við að verða dýralæknir en hún mun útskrifast í vor.
Janúarfundurinn var að þessu sinni haldinn á Zoom. Var það í fimmti fundurinn sem við höldum á þann hátt. Hafdís Karlsdóttir flutti erindi um Soroptimistahreyfinguna. Formenn fjáröflunar og skemmti-og ferðanefndar kynntu uppfærðar starfslýsingar.
Jólafundur Kópavogssystra var að þessu sinni fjarfundur á Zoom. Flestar systur klæddust rauðu. Dagskráin var í umsjón skemmti- og ferðanefndr. Ninný las jólasögu og ung hjón þau Ingibjörg og Siggi fluttu ljúfa tóna. Að lokum skáluðu systur og óskuðu hvor annari gleðilegra jóla.
Í Kópavogspóstinum sem kom út miðvikudaginn 2. desember sl. birtist grein eftir Sigurrósu Þorgrímsdóttur og Margréti Kjartansdóttur verkefnastjóra klúbbsins um 16 daga átakið um Roðagylltan heim. Verkefnið varir frá 25. nóvember til 10. desember á Mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Greinina er hægt að lesa í heild sinni inn á facebook síðu klúbbsins og eins í blaðinu sjálfu.
Þrjár kirkjur í Kópavogi í roðagylltum lit. Það eru Hjallakirkja sem er efst til vinstri, síðan Digraneskirkja þar fyrir neðan og að lokum Lindakirkja.