Skip to main content
  • Menningarhúsið Kópavogi

  • Krakkapottur

  • Kópavogskirkja

  • Golf á Sigló

    Aðalfundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs

    Aðalfundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs var haldin mánudaginn 8. janúar 2024. Margrét Halldórsdóttir tók við sem nýr formaður í stað Þóru Guðnadóttir sem gegnt hefur formannsstöðunni í rúm tvö ár. Ellen Tyler tekur við sem nýr varaformaður. Á myndinn tekur Þóra við blómvendi fyrir vel unnin störf fyrir klúbbinn okkar og Margrét kominn með formannskeðjuna um hálsinn

    for

    Jólafundur 2023

    Jólafundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs var haldinn 11. desember sl. Það var góð mæting á jólafundinn. Tvær nýjar systur voru teknar inn á jólafundinum þær Guðbjörg Jóna Pálsdóttir og Inga Þórisdóttir sem sjást hér á myndinni ásamt formanni og varaformanni.

    ny

     Skemmtinefndin sá um dagskrána, söngur og gítarleikur og leynigestur sem kom á svæðið sem skemmti systrum sem eftirherma Elvis Presley.  Systur óskuðu hver annarri gleðilegra jóla.

     majamagga

     

    Fjáröflun - Síldarsala

    Kópavogsklúbbur mun selja jólasíld, gæðjólasíld frá Ósnesi Djúpavogieins eins og undanfarin ár. Frábær gjöf á aðventunni. 1 kíló af síld í mareneringu á 4.200 kr. Ágóðinn rennur til Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri og Kvennaathvarfsins á Akureyri og annarra góðra verka.
    sild

    Nóvemberfundur 2023

    Kópavogssystur hittust á nóvemberfundi 13. nóvember á Catalínu þar sem systur klæddust appelsínugulu í tilefni af 16 daga átakinu. Á fundinum las Sigurrós Þorgrímsdóttir systir okkar upp úr bók sinni Katrínu sem hún var að gefa út. Í bókinni fjallar Rósa um ömmu sína.

    Ida Semey frá Tröllaskagaklúbbnum var gestur á fundinum og sagði okkur frá hvað systur í Tröllaskagaklúbbnum gera til afla peninga til að styrkja aðra.

    Að lokum kom Drífa Snædal talskona Stígamóta og sagði okkur frá starfsemi Stígamóta. Kópavogsklúbbur afhenti styrk til Stígamóta 

     Rosaidasti

    Kópavogssystur selja appelsínulitaðar nellikur

    Soroptimistaklúbbur Kópavogs selur appelsínugular nellikur í tilefni átaksins ,,Roðagyllum heiminn“. Vöndurinninn kostar 2.900 kr. Ágóðinn rennur til Stígamóta

    Nellikur

    Apríl fundur var vinnustaðafundur

    Soroptimistaklúbbur Kópavogs og Soroptimistaklúbbur Seltjarnarness héltu sameiginlegan vinnustaðafund 3. apríl sl. á vinnustað tveggja systra Önnu Hugrúnu frá Kópavogsklúbbi og Sigrúnar Eddu frá Seltjarnarnesklúbbnum.  Tryggingastofnun ríkisins var heimsóttur. Farið var yfir hefðbundna dagsrká og síðan fengu systur kynningu á starfsemi Tryggingastofnununar. Alltaf gaman að hitta aðrar systur úr öðrum klúbbum.

    339985600 760728409048920 6774235597706863348 n

    aa