Skip to main content
  • Menningarhúsið Kópavogi

  • Krakkapottur

  • Kópavogskirkja

  • Golf á Sigló

    Heimkeyrsla bóka fyrir Bókasafn Kópavogs

    Soroptimistaklúbbur Kópavogs hóf í október 2017  nýtt verkefni að beiðni Bókasafns Kópavogs sem felst í að sjá um heimsendingarþjónustu til u.þ.b. 15 fatlaðra og/eða veikra einstaklinga einu sinni í mánuði. Margar systur hafa tekið þátt í verkefninu og farið tvær og tvær saman í tæpa 2 tíma ökutúra um Kópavog með bækur og hefur þetta gengið vel og hafa gefið systrum tækifæri á að eiga gæðastundir saman í bíltúr um hin ýmsu hverfi Kópavogs.

    Áformað er að halda þessu verkefni áfram og í þakklætisskyni hefur Bókasafnið boðið okkur að nýta sal hjá þeim til fundahalda og gefa okkur köku á fundi þegar tækifæri gefst til.