Skip to main content
  • Menningarhúsið Kópavogi

  • Krakkapottur

  • Kópavogskirkja

  • Golf á Sigló

    4 nýjar systur voru teknar inn á maí fundinum

    Loksins tókt Kópavogssystrum að hittast á fundi í raunheimum. Fundurinn var haldinn í sal siglingaklúbbsins Ýmis í Kópavogi. Mikil ánægja var hjá systrum að hittast aftur og spjalla og eiga góða stund saman.  Flutt var fróðlegt erindi um endurheimt vistkerfa sem Iðunn Hauksdóttir náttúrufræðingur og ráðgjafi Landgræðslunnar á Vesturlandi flutti. 4 systur voru hylltar með blómum þar sem þær áttu allar merkisafmæli.

    IMG 0626m21a

    Að lokum voru 4 nýjar systur teknar inn í Kópavogsklúbbinn.

    188

    Nýr gróðursetningareitur í Lækjarbotnum

    Soroptimistaklúbbur Kópavogs hefur fengið úthlutað reit í norðanverðu Selfjalli í Lækjarbotnalandi 102 ( landsnúmer L228619)
    Þar munum við þann 19 júní 2021 fagna 100 árunum með gróðursetningu á 100 trjáplöntum.
    lmreynir hæð 125-150 cm. 5 stk
    Birki hæð 125-150 cm. 5 stk
    Ilmreynir pottaplöntur 15 stk
    Birki pottaplöntur 40 stk
    Birki í 35 gata bökkum 35 stk
    Við höfum verið í sambandi við Skógræktarfélag Kópavogs um þetta verkefni og einnig fáum við skátaskálann í Lækjarbotnum til að vera með kaffiboð þennan dag.
    skata
     

    Febrúarfundur

    Febrúarfundurinn var haldin á Zoom og var þetta sjötti fundurinn sem við héldum á þennan hátt. Á fundinn kom Þuríður Hermannsdóttir skólastyrksþegi SIE 2019-2020 og sagði okkur frá námi sínu í dýralækningum í Slóvakíu. Kópavogsklúbbur og Soroptimistaklúbburinn við Húnaflóa  mæltu með henni til skólastyrksnefndar. Hún sagði okkur hvernig styrkurinn hefur hjálpað henni til að ná sínu draumamarkmiði við að verða dýralæknir en hún mun útskrifast í vor.

    IMG 0563dyra23 2

    Janúarfundur

    Janúarfundurinn var að þessu sinni haldinn á Zoom. Var það í fimmti fundurinn sem við höldum  á þann hátt. Hafdís Karlsdóttir flutti erindi um Soroptimistahreyfinguna. Formenn fjáröflunar og skemmti-og ferðanefndar kynntu uppfærðar starfslýsingar.

    IMG 0546aabb

    Jólafundur

    Jólafundur Kópavogssystra var að þessu sinni fjarfundur á Zoom. Flestar systur klæddust rauðu. Dagskráin var í umsjón skemmti- og ferðanefndr. Ninný las jólasögu og ung hjón þau Ingibjörg og Siggi fluttu ljúfa tóna. Að lokum skáluðu systur og óskuðu hvor annari gleðilegra jóla.

    jola1jola1

    Átak gegn ofbeldi á konum

    Í Kópavogspóstinum sem kom út miðvikudaginn 2. desember sl. birtist grein eftir Sigurrósu Þorgrímsdóttur og Margréti Kjartansdóttur verkefnastjóra klúbbsins um 16 daga átakið um Roðagylltan heim.  Verkefnið varir frá 25. nóvember til 10. desember á Mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Greinina er hægt að lesa í heild sinni inn á facebook síðu klúbbsins og eins í blaðinu sjálfu.

     rod