Skip to main content
 • Menningarhúsið Kópavogi

 • Krakkapottur

 • Kópavogskirkja

 • Golf á Sigló

  Átak gegn ofbeldi á konum

  Í Kópavogspóstinum sem kom út miðvikudaginn 2. desember sl. birtist grein eftir Sigurrósu Þorgrímsdóttur og Margréti Kjartansdóttur verkefnastjóra klúbbsins um 16 daga átakið um Roðagylltan heim.  Verkefnið varir frá 25. nóvember til 10. desember á Mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Greinina er hægt að lesa í heild sinni inn á facebook síðu klúbbsins og eins í blaðinu sjálfu.

   rod

  Kirkjur í Kópavogi lýstar upp í roðagylltum lit

  Þrjár kirkjur í Kópavogi í roðagylltum lit. Það eru Hjallakirkja sem er efst til vinstri, síðan Digraneskirkja þar fyrir neðan og að lokum Lindakirkja.

  kópavogs kirkjur 2020

  Systur klæddust appelsínugulu í tilefni dagsins

  Þrjár systur úr Soroptimistaklúbbi Kópavogs ákváðu að hittast í tilefni dagsins og klæddust apelsínugulu.

  sor.25.11.20

  Systur úr Kópavogsklúbbi hittust á Zoomfundi í nóvember

    IMG 0493a 2

  Systur úr Kópavogsklúbbi héldu nóvemberfundinn sinn á zoom klæddar í appelsínugulan lit til þess að minna á 16 daga átakið „Roðagyllum heiminn“ sem hefst 25. nóvember nk. Tilgangur átaksins er að efla vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi á konum.

  Flutt var mjög fróðlegt erindi á fundinum varðandi ofbeldi gegn konum sem Sigþrúður Guðmundsdóttir forstöðukona Kvennaathvarfsins flutti. Fékk hún fjölda fyrirspurna.

   IMG 0498ab

   

   

  4 nýjar systur voru teknar inn á 45 ára klúbbsins

  101689345_10219536490497246_7490874873255866368_n.jpg

  8. júní 2020 var haldinn fundur í sal siglingaklúbbsins Ýmis í Kópavogi eftir samkomubann vegna Covid. Mikil ánægja var hjá systrum að hittast aftur. Haldið var upp á 45 ára afmæli klúbbsins með veislumat og skemmtun. 4 nýjar systur voru teknar inn í klúbbinn.

  101824447_10219536642981058_3189244237504785947_n.jpg

  Anna María Soffíudóttir frá Bókasafni Kópavogs kom í heimsókn og færði klúbbnum súkkulaði og blóm sem þakklætisvott fyrir framlag klúbbsins við bókaútburð.

   bok.jpg

  Sameiginlegur fundur með Fella- og Hólaklúbbi

  Mánudaginn 10. febrúar fékk  klúbburinn heimsókn frá systrum úr Fella- og Hólaklúbbi. Fundurinn var haldinn í sal á Veðurstofu Íslands.  María Björk Yngvadóttir talskona Soroptimistasambands Íslands kom á fundinn og sagði frá starfi sínu fyrir sambandið og annað í tengslum við störf Soroptimista. Báðir klúbbar voru með í sölu fjáröflunarvarning. Fjáröflunarnefnd Kópavogsklúbbs var í fyrsta sinn að kynna vörur sem komu frá fangelsinu að Hólmsheiði.Resized 20200210 181142 2601

  Hafdís fór yfir þríhyrninginn og benti á að klúbbarnir væru alltaf að vinna innan Skipurits Soroptimista.