Landssambandsfundur 2022
10 systur frá Soroptimistaklúbbi Kópavogs mættu á Landssambandsfund á Snæfellsnesi dagana 22. - 24. apríl 2022.
10 systur frá Soroptimistaklúbbi Kópavogs mættu á Landssambandsfund á Snæfellsnesi dagana 22. - 24. apríl 2022.
Ný systir var boðin velkomin í Kópavogsklúbbinn mánudaginn 4. apríl sl. Hún heitir Helga Björg Hallgrímsdóttir. Helga starfar sem fræðslufulltúi hjá Iðan fræðsluseti. Með henni á myndinni era Helga Björk Ragnarsdóttir, meðmælandi og Þóra Guðnadóttir formaður og Margrét Halldórsdóttir varaformaður.
Jólafundur var haldin á Catalínu 14. desember sl. Skemmti- og ferðanefnd sá um skemmtidagskrá. Ninný las sögu fyrir okkur systur í anda jólanna og systir okkar hún Guðrún Lóa sá um söng ásamt dóttir sinni Elfu Dröfn. Að lokum kom Sólveig Pálsdóttir systur okkar frá Soroptimistaklúbbi Seltjarnarness og las upp úr nýjustu bók sinni "Skaði"
Í stað þess að vera með pakkaleik lögðu systur í samskotabauk til styrktar góðu málefni og var ákveðið að Dvöl/ samfélagshús nyti þess í þetta sinn.
Tvær kirkjur í Kópavogi hafa verið lýstar upp í roðagylltum lit til að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi gegn stúlkum og konum með þátttöku í 16 daga átakinu #roðagyllumheiminn, #orangetheworld. Roðagyllti liturinn er litur átaksins sem táknar bjartari framtíð án ofbeldis gegn konum.
Aðalfundur var haldinn í Matarhjallanum, mánudaginn 11. október 2021
Nýjar systur komu inn í stjórn næsta starfsárið 2021 - 2022. Næsti formaður verður Þóra Guðnadóttir, Margrét Halldórsdóttir varaformaður, Hulda Skúladóttir ritari, Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir gjaldkeri. Á myndinni sést Þóra Guðnadóttir taka við formannskeðjunni af fráfarandi formanni Signýju Þórðardóttur