• Óvissuferð í maí 2019

 • Bókagjöfin

 • Heimsókn í Veröld

  Minningar- og styrktarsjóður stofnaður til minningar um Margréti E. Arnórsdóttur

  Hún Margrét okkar lést þann 7. febrúar síðastliðin. Hennar er sárt saknað.

  Til minningar um hana hefur verið stofnaður Minningar og styrktarsjóður

  Reikningsupplýsingarnar eru :

  0323-13-300003

  kt. 500496-2829

  Innilegar samúðarkveðjur til allra sem þekktu og elskuðu hana Möggu okkar

  Jólafundur 2021

  Við Mosfellssystur héldum jólafundinn okkar nýverið. Hún Guðfinna okkar var svo dásamleg að bjóða okkur heim. Það var sérlega góð mæting enda alltaf mjög gaman þegar við hittumst. Hérna má sjá allar okkar glæsilegu konur sem komust á fundinn.

                         

  Við fengum hana Fanney Hrund Hilmarsdóttur til okkar á fundinn. Hún er að gefa út sína fyrstu bók fyrir þessi jól. Bókin heitir Fríríkið og sagði hún okkur frá aðdraganda bókaskrifana og las fyrir okkur úr bókinni. Hélt hún mjög skemmtilegan pistil og vorum við systur svo duglegar að kaupa af henni þessa skemmtilegu bók og styrkja um leið þessa flottu ungu konu á rithöfundabrautinni.

                        

   

                                 

   

  Við borðuðum svo mat sem systur höfðu eldað af sinni alkunnu snilld, skiptumst á pökkum og skemmtum okkur konunglega

             

  Takk fyrir árið sem er að líða og gleðilega hátíð 

   

  Aðalfundur Mosfellssveitarklúbbsins

  Í október var haldinn aðalfundur. Á honum voru hefðbundin aðalfundarstörf afgreidd. Við fengum nýja systur í hópínn, hana Rannveigu Erlingsdóttur, alltaf gaman að eignast nýja systur. Vertu hjartanlega velkomin í hópinn. 

                                                                        

   

  Síðan var komið að því að skipta um stjórn. Hafdís fráfarandi formaður afhenti Guðlaugu verðandi formanni fundarbjölluna góðu sem er notuðu þegar við tölum helst til mikið :)

   

                                                                        

  Hér má svo sjá nýju stjórnina okkar

                                                                        

  Lengst til vinstri er Elsa ritari, síðan Guðlaug formaður, Guðfinna varaformaður, Guðbjörg ritari og síðan koma þær Helga og Elín Guðný meðstjórnendur.

  Jóhanna Valdís klára svo fundinn með hugrenningum um áhrif Covid á líf okkar. Hún tók jákvæða sjónarhornið hvernig hægt hefur á kapphlaupinu sem við gleymum okkur í of oft. 

  FYRSTI FUNDUR VETRARINS Haust 2021

   

  Fyrsti fundur vetrarins hjá Soroptimistaklúbb Mosfellssveitar var á léttum nótum, farið var með rútu sem Jóhanna Valdís systir keyrði og leiðin lá í bústað í eigu einnar systur í Hestvík við Þingvallavatn, við borðuðum frábæran mat frá Grillvagninum og nutum kvöldsins eftir langa fjarveru, takk fyrir ánægjulegt kvöld.😘