• Óvissuferð í maí 2019

  • Bókagjöfin

  • Heimsókn í Veröld

AFMÆLISFUNDUR 45 ÁR

 

 

Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar er 45 ára í ár.

    Af því  tilefni var haldinn glæsilegur afmlælisfundur með mökum. Dagurinn sem varð fyrir valinu var laugardagurinn 4. september. Við söfnuðumst í rútu í305289234 10228681918812425 6997047768904726175 n okkar heimabæ og var haldið á Bessastaði.   Þar tók forsetinn á móti okkur og  hélt smá tölu. Guðlaug formaður hélt einnig smá tölu og færði Guðna gjöf. Í framhaldi var  okkur svo boðið upp á kaffi og pönnsur. 

Bessastaðir eru mjög skemmtilegir að heimsækja. Guðni er sérlega hlýr og alþýðlegur, sagði skemmtilegar sögur og tók einstaklega vel á móti okkur.

Húsið er mjög gaman að skoða og mikil saga er á staðnum. 

Á myndinni eru frá vinstri eru Guðfinna varaformaður, Guðni forseti og Guðlaug formaður

  

  Að lokinni kaffi með forsetanum var aftur safnast upp í rútu og haldið á veitingastaðinn Satt. Þar var búið að dekka upp sal fyrir okkur og héldu veisluhöldin áfram.  Þar borðuðum við góðan mat og gerðum ýmislegt skemmtilegt. 

Þrjár systur voru heiðraðar. Þær Hjördís Gissurardóttir, Sólrún Björnsdóttir og Sigurbjörg Sigurðurdóttir bættust í hóp heiðursfélaga. Þær eru allar stofnfélagar klúbbsins okkar og eru núna komnar í góðan félagsskap hennar Salóme Þorkelsdóttur. Hún var heiðursfélagi og  er einnig ein af stofnendum klúbbsins. 

IMG 3922       

 

 

     Frá vinstri er Sigurbjörg, Sólrún, Guðlaug, Hjördís og Guðfinna 

 

 

 

            Síðan buðum við velkomnar í hópinn þrjár nýjar systur. Við erum svo heppnar að hafa fengið í klúbbinn okkar þær Bertu Þórhallsdóttur, Hafdísi Gunnarsdóttur og Maríu Petu Hagalín Hlöðversdóttur. 

  

                                                                                                                                                                                                                                          

 Frá vinstri Berta, María, Hafdis Guðlaug og Guðfinna 

 

Við fengum svo til okkar hluta af kórnum Stöllurnar sem sungu fyrir okkur lög úr söngleiknum Ó María. Sú sýning var á dagskár leikfélagsins hérna í Mosó. Fjallar söngleikurinn um Maríu Guðmundsdóttur eina af stofnfélögum klúbbsins en María lést í desember síðastliðnum. 

  Eftir vel heppnaðan dag var svo safnast aftur í rútuna og haldið heim á leið.

Í TÚNINU HEIMA

Við Mosfellssveitarsystur ákváðum að taka þátt í bæjarhátiðinni hérna í Mosó sem nefnd er Í túninu heima. Sú hátíð er haldin síðustu helgina í ágúst. 

Systur  sultuðu allskyns sultur og bökuðu brauð og kleinur af sínum alkunna dugnaði. Síðan var þetta hnossgæti selt á markanum í Álafosskvosinni, ásamt öðrum vörum frá okkur.  Mikil þáttaka var í hátíðinni og vorum við einstaklega heppnar með veður.        

        I tuninu heima IMG 4098     

  

I tuninu heima IMG 4097

MINNISBÓK

Minnisbok

Við erum að selja þessa fallegu minnisbók A5, 80 bls.
Kápan er úr endurunnum plastflöskum.
Verð 2.600 kr

UPPSKRIFTABÓK

 Við erum með þessa fallegu uppsriftabók til sölu. Kostar aðeins 700 kr. Í henni kennir ýmisa grasa en allt eru þetta uppáhalds uppskriftir frá okkur systrum.

Bókin er innbundin með gormi svo auðvelt er að láta hana liggja hjá sér meðan eldað er og hún er ekki að læsa sér og sofna eins og tölvan og síminn gera gjarnan þegar maður er orðin skítugur á höndunum og þarf nauðsynlega að sjá hvað á að setja næst út í uppskriftina. 

Nauðsynleg í eldhúsið og sniðug tækifærisgjöf sem er upplagt að merkja með fallegu kortunum okkar. 

 

Uppskriftabok IMG 4088

Uppskriftabok

More Articles …