Skip to main content
  • Óvissuferð í maí 2019

  • Bókagjöfin

  • Heimsókn í Veröld

    Fundir með óvenjulegu sniði

    Landsambandsfundur fór fram þann 6. júní. Óvenjulegt form var á fundinum en var hann haldinn á netinu  í gegnum zoom. Gekk þetta fyrirkomulag mjög vel.     

    Freydís Þóroddsdóttir og Linda Ágústsdóttir sátu fundinn fyrir Mosfellssveitarklúbbinn og var óneitanlega sérstakt að vera á svo fjölmennum fundi en sitja samt í sófanum heima hjá sér. Fundinum var einnig streymt á netinu og gátu allar systur fylgst með.  

     

     

    Við Mosósystur héldum svo óvissufund í stað óvissuferðar. Hafði ferðinni verið frestað vegna covid19 . Var hann haldinn á Blik hér í Mosó.  Þar fengum við góðan mat og skemmtum okkur vel með frábært útsýni í bakgrunni.

     

     

    Tvær af okkar frábæru systrum höfðu átt stórafmæli frá áramótum, þær Valgerður Magnúsdóttir ( í miðjunni ) og Guðrún Erla Sumarliðadóttir ( hægra megin ). Voru þær leistar út með gjöfum, á myndinni með þeim er formaðurinn okkar hún Hafdís Heiðarsdóttir 

     

    Rósa Friðriksdóttir bókari gekk í klúbbinn á fundinum og bjóðum við hana innilega velkomna.  Á myndinni eru frá vinstri; Rósa, Elsa Hákonardóttir sem kynnti Rósu inn í klúbbinn og Hafdís formaður.

     

    Undanfarna mánuði höfum við upplifað óvenjulega tíma, mörgu þurfti að breyta og fresta. Það var mjög gott að geta loksins hist aftur en einnig er frábært að hafa tækni sem gerir okkur kleift að hittast á netinu.

    Hafið það allar sem allra best í sumar og sjáumst í haust.